Leita í fréttum mbl.is

Hitatap og hárvöxtur í víðara samhengi

Hér verða færð rök fyrir því að maðurinn ætti að vera með þykkann kamb hára í kringum hnén.

Rachel Vreeman og Aaron Carroll eru höfundar yfirlitsgreinar í British Medical Journal (BMC) sem fjallar meðal annars um hitatap höfuðsins. Rétt er að setja skrif vreeman og Carroll í rétt samhengi. Fyrir ári birtu þau grein þar sem þau röktu uppruna nokkura staðhæfinga sem allir trúa. Maður verður að drekka 8 glös af vatni á dag, hár og neglur halda áfram að vaxa eftir dauðann, hárið vex meir ef skorið, við notum bara 10% heilans, kalkúnakjöt veldur syfju, lestur í myrkri skemmir augu. Og þau sýndu fram á að bak við staðhæfingarnar væru engar haldbærar vísindalegar niðurstöður (það sannar annað hvort að vísindin eru gagnslaus...eða að sum "sannindi" séu bábylja).

Rachel og Aaron endurtaka nú leikinn í grein sem kallast Jólalegar læknaþjóðsögur (e. "Festive medical myths"). Þaðan er frétt mbl.is um hitatap í gegnum höfuðið upprunin. Auðvitað tapast hiti um þau líffæri sem eru ekki hulin fatnaði. Mér finnst samt forvitnilegt að hárvöxtur er að mestu bundinn við höfuðið.  Maðurinn er nakinn api, en samt hefur viðhaldist dúskur á kollinum (aðrir brúskar sem spretta í klofi og undir höndum er líklega tilkominn vegna áhrifa kynhormóna). Ef við ímyndum okkur að auka hárvöxtur væri ekki á höfðinnu (þar sem hann varnar líklega hitatapi) þá væri allt eins líklegt að við værum með dúsk á bakinu miðju, eða rönd hára í kringum hnén, já eða makka eftir miðju bakinu. Kannski væri hárvöxtur karla og kvenna mismunandi. Karlar leggðu mikið á sig til að flókinn á þjöhnöppunum liti girnilega út í von um að ganga í augu kvennanna sem þyrftu að greiða brúskinn á brjóstunum körlunum til geðs.

Greinin í BMJ virðist skrifuð með það að markmiði að vekja fólk til umhugsunar um eðli vísinda og læknisfræðilegrar þekkingar. Tímarit sem BMJ berjast einnig um athygli lesenda og hvað er betra fyrir orðsporið en skemmtilegar sögur úr BMJ með jólasteikinni. Til að tryggja að landinn fari ekki á mis við herlegheiti, læt ég fylgja með aðrar staðhæfingar sem Vreeman og Carroll kváðu í kútinn.

Sykur gerir börn ofvirk

Sjálfmorðum fjölgar yfir hátíðirnar

Át á síðkvöldum eða næturnar gerir mann feitann

Það er hægt að lækna timburmenn

Ég vísa á greinina í British medical journal til frekari rökstuðnings. Vonandi fyrirgefst okkur galgopahátturinn, gleðilega hátíð.


mbl.is Höfuðið saklaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Varðandi hárleysið, þá hefur þú væntanlega kynnt þér hugmyndina um að forfeður okkar hafi á einhverju tímabili þróunarinnar farið í vatn?

Björgvin R. Leifsson, 22.12.2008 kl. 20:15

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Hef heyrt um þær en ekki rannsakað af neinni kostgæfni. Tilgátan er vissulega nýstárleg (sem er jákvætt en enginn gulltrygging á sannleiksgildi) en skarast við þá grófu mynd sem dregin hefur verið up af þróunarsögu mannapa, bæði forfeðra okkar og frænda (eftir því sem ég best man).

Arnar Pálsson, 29.12.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband