13.1.2009 | 11:05
Hugvekja Odds um líftækni
Eins og stundum vill verða dettur maður úr sambandi yfir hátíðirnar. Það var fyrst í þessari viku að ég rakst á öndvegis pistil frá Oddi Vilhelmssyni, sem birtist í Morgunblaðinu 18 des síðastliðinn, um tækifæri í vísindum og líftækni. Oddur rökstyður mikilvægi grunnrannsókna og óheftrar þekkingarleitar fyrir nýsköpun og framfarir í iðnaði. Oddur vitnar í nóbelsverðlaunahafann David Baltimore, sem leggur áherslu á grunnrannsóknir og heldur því fram að átak í grunnrannsóknum hafi verið lykillinn að velmegun Bandaríkjanna á síðustu áratugum. Reyndar held ég að rótin liggi í átaki sem hófst þegar sovétmenn skutu sputnik geimfarinu á loft. Þá áttuðu Bandaríkin sig á að menntakerfi þeirra var ábótavant, allavega í þjálfun eðlisfræðinga og verkfræðinga, og ýtta af stað átaki í menntun og grunnrannsóknum. Síðustu áratugi hafa bandaríkin einnig stundað nokkurskonar rjómafleytingu, þar sem þeir bjóða góðu erlendu námsfólki upp á doktorsnám og rannsóknarstöður. Þannig komast þeir í raun hjá því að bæta neðri stig menntakerfis síns, en geta viðhaldið mjög framsæknum rannsóknum á felstum sviðum vísinda. Blessunarlega snúa margir íslenskir vísindamenn aftur heim, en kúnstin verður auðvitað að hlúa nægilega vel að þeim, sérstaklega þeim yngstu og/eða ferskustu.
Mæli með því að þið lesið pistil Odds og sendið honum athugasemd ef þurfa þykir.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:11 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.