19.1.2009 | 09:37
Framhald um þunglyndislyf og lyfjarisa
Kompás, fréttaþáttur stöðvar tvö mun í kvöld 19 janúar 2009 fjalla um þunglyndislyf og óvönduð vinnubrögð lyfjarisans Glaxo Smith Kline við kynningu á SSRi lyfjunum svokölluðu. Sjá auglýsingu á heimasíðu þáttarins á visir.is. Við bentum áður á pistil eftir Steindór J. Erlingsson sem tíundaði stöðu þessara mála.
Af gefinni ástæðu er rétt að árétta tvennt. Í fyrsta lagi, þótt lyfjarisarnir séu uppvísir að óvönduðum vinnubrögðum og í sumum tilfellum hreinum lygum, þá þýðir það ekki að öll lyf séu ónothæf. Í öðru lagi, þá virkar hin vísindalega aðferð til þess að blása burt skýjaborgum og tálsýnum sem slíkir framleiðendur setja stundum upp í kringum VÖRUR sínar (rétt eins og hún nýtist til að slá botninn úr tunnum nýaldarsinna og snákaolíusölufólks).
Krafan hlýtur að vera að eftirlitskerfin verndi neytandann, ekki bara framleiðandann eða kaupsýslumanninn.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:41 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Í framhaldi má geta þess að Steindór hefur skrifað landlækni bréf og beðið hann um að koma í veg fyrir að misvísandi bæklingum frá GSK sé dreift af heilbrigðisstarfsmönnum. Bréfið í heild sinni er aðgengilegt á:
http://www.raunvis.hi.is/~steindor/LL.html
Arnar Pálsson, 23.1.2009 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.