19.1.2009 | 15:04
Urður, verðandi og skuld
Lykilhugmyndin sem fyrirtækið Urður, verðandi og skuld lagði upp með var að finna gen sem hefðu áhrif á allar gerðir krabbameina, ekki bara ákveðnar gerðir. Það er því sérstaklega ánægulegt að sjá að nýja greinin frá Íslenskri erfðagreiningu (sem keypti UVS á sínum tíma) fann einmitt slíka stökkbreytingu. Álíka ánægjulegt er að sjá að Þórunn Rafnar sem áður vann hjá UVS er fyrsti höfundur þessarar greinar.
Önnur af þeim tveim stökkbreytingum sem fundust á þessu svæði er í TERT geninu, sem skráir fyrir víxlrita ensímflókans telomerasa. Eins og við höfum rætt áður er telomerasi nauðsynlegur fyrir viðhald litningaenda og líklega sem slíkur fyrir stöðugleika erfðamengisins (pistill og pistill). (vinsamlegast einbeitið ykkur að vísindalegum fróðleik í eldri pistlum, og lítið framhjá nöldri, sem spratt úr blöndu ónákvæmra frétta og skapgerð ykkar auðmjúka þjóns).Ágrip greinar Þórunnar Rafnar og félaga í Decode í Nature genetics.
Mikilvægur áfangi á sviði krabbameinsrannsókna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Reyndar ekki, hef staðið mig illa í bíoglápi. Er óttinn við dimmt þvottahús ekki alveg eðlilegur? Neró stóð upp á þvottahúsinu í Róm og spilaði á fiðlu, þegar borgin brann. Hitler faldi sig í þvottahúsinu síðustu daga Berlínar. Davíð situr í þvottahúsi Seðlabankans öllum stundum, við hvíttþvott á höndum sínum.
Arnar Pálsson, 20.1.2009 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.