Leita í fréttum mbl.is

Erindi: fullur pakki

Um helgina og í næstu viku verða nokkur erindi og kynningar á rannsóknarverkefnum, sem vert er að athuga. Fyrst ber að erindi um nafngiftir í líffræði, sem virkar e.t.v. dauft viðfangsefni, en sem reynist þegar betur er að gáð farvegur fyrir mikla sköpunargáfu og skopskyn. Einnig eru tvö erindi um vistfræði Mývatns og Alpana, auk varnar í sameindalíffræði, um rannsóknir á eiginleikum DNA límingarensims.

Fyrst ber að nefna fyrirlestur Jörundar Svavarssonar prófessors um nafngiftir á nýjum dýrategundum. Erindið verður laugardaginn 24. janúar nk., kl. 13.15, í Öskju, húsi Háskóla Íslands, stofu N 130. Í ágripi segir "árlega finnst fjöldi áður óþekktra dýrategunda, sem fá nafn sitt þegar lýsingar á þeim birtast í alþjóðlegum fræðiritum. .... Kynntar verða þær aðferðir sem beitt er við nafngiftir og fjallað um þau margvíslegu sjónarmið sem taka verður tillit til. Ræddir verða tískustraumar í vali á nöfnum og kynnt verða nöfn á ýmsum íslenskum tegundum, sem lýst hefur verið á undanförnum árum.

Vistfræðierindin tvö eru:

"Lífríkiskreppur í Mývatni ", þar sem Dr. Árni Einarsson líffræðingur fjallar um vistkerfi vatnsins, og þær miklu sveiflur sem í því verða. Erindið er hluti af fyrirlestraröð Hins Íslenska Náttúrufræðifélags, og er ítarlegt ágrip að finna á heimasíðu félagsins.Erindið verður Mánudaginn 26. janúar 2009, kl. 17:15 í fyrirlestrasal Menntaskólans við Sund, Gnoðarvogi 43.

Hafdís Hanna Ægisdóttir flytur erindið plöntulíf á háfjöllum - Æxlunarvistfræði og erfðabreytileiki gulklukku (Campanula thyrsoides) í slitróttum búsvæðum svissnesku Alpanna. Erindið er hluti af málstofu LbhÍ og verður flutt í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands í Reykjavík á Keldnaholti mánudaginn 26. janúar klukkan 15. Hægt verður að fylgjast með erindinu á – www.lbhi.is.

Á sama tíma er nemandi hjá fyrrum leiðbeinanda mínum Sigríði H. Þorbjarnardóttur að kynna rannsóknir á geninu sem við krukkuðum í á sínum tíma. Þótt gulklukkur séu heillandi er maður alltaf veikur fyrir geninu "sínu".

Marteinn Þór Snæbjörnsson kynnir rannsóknir á BRCT hneppi DNA lígasa í Escherichia coli. Um er að ræða vörn 4. árs prófs verkefnis í líffræði við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Erindið fer fram mánudaginn 26. janúar 2009, kl. 15:15  í sal N-132 í Öskju, náttúrufræðahúsi, Sturlugötu 7.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband