Leita í fréttum mbl.is

Afmælisdagur Darwins 2009

Líffræðingar víða um veröld fagna árinu 2009, vegna þess að 150 ár eru liðin síðan "Um uppruna tegundanna..." tímamótaverk Charles Darwins kom út. Í ár eru einnig 200 ár liðin frá fæðingu þessa merka vísindamanns. Erlendis er tímamótum þessum fagnað á fjölbreytilegan hátt, BBC sýnir nokkra þætti um Darwin og þróun lífsins (það væri óskandi ef RÚV myndi sína þátt Attenborougs, og alla hina sem BBC gerði í tilefni afmælisins). Erlendis eru náttúrufræðisöfn með sýningar, borgir eru með hátíðardagskrár og félagasamtök standa fyrir fyrirlestrum og uppákomum.Darwin1874s

Myndin er af Charles Darwin á eldri árum, fengin af síðu sem helguð er ritverkum hans http://www.darwin-online.org.uk/

Hérlendis hafa nokkrir líffræðingar tekið sig saman og skipulagt nokkra viðburði. Þeir sem hafa áhuga á samstarfi eða eru með hugmyndir eru beðnir um að senda okkur athugasemd.

Nýliðið haust fór fram ritgerðarsamkeppni í samvinnu félags líffræðikennara og aðstandenda Darwin daganna hérlendis. Verðlaun fyrir bestu ritgerðirnar verða veitt fimmtudaginn 12 febrúar 2009, fæðingardag Charles Darwins.

Afhending verðlaunanna fer fram í upphafi málþings þar sem spurt verður hvort maðurinn hafi eðli? Málþingið verður síðdegis, frá klukkan 16:30 til 18:30, og er öllum opið. Röð frummælenda og erinda birtist hér fljótlega.

Frekari upplýsingar um Daga Darwins, líf Darwins sjálfs og störf, og fleira skylt efni má finna á darwin.hi.is.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Hehe, góður punktur.

Björgvin R. Leifsson, 1.2.2009 kl. 19:58

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fimmtíu prósent samlanda Darwins trúa ekki á þróunarkenninguna samkvæmt nýrri könnun í tilefni 200 ára afmæli hans. Er hægt að ætlast til að Íslendingar geri það?

Ertu ekki bara að reyna að koma fótunum undir sértrúarflokk?  

Ragnhildur Kolka, 1.2.2009 kl. 22:10

3 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

TRÚA Á !? Þróunarkenningin kemur trúmálum ekkert við. Ég veit ekki um neinn líffræðing, sem "trúir á" þróunarkenninguna frekar en aðrar kenningar í líffrræði.

Björgvin R. Leifsson, 1.2.2009 kl. 22:37

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hugsanlega tók könnunin til fleiri en líffræðinga.

Ragnhildur Kolka, 1.2.2009 kl. 23:10

5 Smámynd: Rebekka

Ég mun fórna erfðabættri geit á Darwinsaltarinu mínu og kyrja þróunarkenningarbænirnar mínar, eins og venjulega.  Darwin blessi Ísland!

Nei bara grín, Darwin var frumkvöðull, og þróunarkenningin er ekkert sem þarf að trúa á, frekar en á leiðbeiningabæklinginn sem fylgir örbylgjuofnum.  Hún er einfaldlega útskýring á fjölbreytileika lífsins.  Nokkurn veginn "Svona virkar þetta líklegast".

Rebekka, 2.2.2009 kl. 06:43

6 Smámynd: Rebekka

Og svo það sé á hreinu.  Þá trúi ég ekki á þróunarkenninguna.  Ég aftur á móti viðurkenni hana sem bestu útskýringuna á því hvernig lífverur hafa þróast.

Rebekka, 2.2.2009 kl. 06:45

7 Smámynd: Arnar Pálsson

Hlynur, vonandi fæst RÚV til að sýna þætti um Darwin. Vísindin hafa verið hornreka á RÚV frá því að nýjasta tækni og vísindi leið undir lok.

Þróunarkenningin hefur aldrei verið hrakin, þrátt fyrir að fleiri þúsund tonn af steingervingum hafi verið grafnir upp, og margir milljarðar basa í erfðamengjum raðgreindir. Kenning sem hefur ekki verið hrakin eftir fleiri þúsund próf, er ekki lengur eiginleg kenning, hún er lögmál. Samanber þyngdarlögmálið.

Arnar Pálsson, 2.2.2009 kl. 09:53

8 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Arnar, þín bíður einkaskeyti frá mér í stjórnborðinu.

Kv.  Sævar Helgi

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 2.2.2009 kl. 12:06

9 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Þróunarlögmálið skal hún heita.

Björgvin R. Leifsson, 3.2.2009 kl. 21:29

10 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Bíð spenntur eftir að sjá dagskrána...

Haraldur Rafn Ingvason, 3.2.2009 kl. 23:07

11 Smámynd: Arnar Pálsson

Vel mælt Björgvin. Haraldur þínir brjáluðustu draumar rætast...ekki þessi með svanina, ostinn og dansandi geimverur...heldur hinn, um dagskrána á málþingið.

Arnar Pálsson, 4.2.2009 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband