4.2.2009 | 10:21
Hefur maðurinn eðli?
...er yfirskrift málþings sem haldið er í tilefni tveggja aldar fæðingarafmælis Charles R. Darwins.
Þann 12 febrúar næstkomandi eru 200 ár liðin frá fæðingardegi Charles Darwins og í ár eru einnig 150 ár frá útgáfu tímamótarits hans Uppruni tegundanna". Þessum tímamótum verður fagnað á margvíslegan hátt á árinu og hefst með málþingi á sjálfum afmælisdegi Darwins 12. febrúar. Málþingið er öllum opið og verður haldið í Öskju, Háskóla Íslands, stofu 132 og hefst kl. 16:30 og lýkur 18:30. Dagskrá málþingsins:
Ari K. Jónsson forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík "Hefur maðurinn einkaleyfi á greind?"
Eyja Margrét Brynjarsdóttir lektor í heimspeki við Háskóla Íslands "Að hálfu leyti api enn"
Jón Thoroddsen heimspekingur og grunnskólakennari "Er sköpunargáfan hluti af eðli mannsins?"
Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur "Darwin, Marx og spurningin um mannlegt eðli"
Skúli Skúlason prófessor og rektor Háskólans á Hólum "Maðurinn sem náttúruvera"
Allar líkur er á að þetta verði forvitnilegt málþing, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja herlegheitin veit ég ekki nákvæmlega við hverju á að búast. Sem er af hinu góða ekki satt?
Hauskúpur Homo erectus, fengnar af vefsíðu kennslubókar Bartons og félaga www.textbook-evolution.org.
Í upphafi málþingsins verða veitt verðlaun í ritgerðarsamkeppni sem nýverið var efnt til meðal framhaldsskólanema um Darwin og áhrif þróunarkenningarinnar á vísindi og samfélög, auk þess sem vísindalegt framlag Darwins verður kynnt í nokkrum orðum. Málþingið setur Sigurður S. Snorrason forseti líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands.
Dagskrá og frekari tíðindi má finna á vefsíðu Darwin daganna 2009, darwin.hi.is.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:27 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.