Leita í fréttum mbl.is

Hætta að reykja til að vernda annað fólk?

Í sígarettureyk eru hættuleg efni, t.d. tjara, nikótín og agnir, sem geta líka sest á húð, föt og innanstokksmuni. Óbeinar reykingar auka líkur á mörgum sjúkdómum, og það hafa verið færð rök fyrir því að handatak eða tungukossar reykingafólks geti einnig aukið líkur á kvillum hjá fólki sem annars reykir ekki.

Sjá til dæmis grein eftir RONI CARYN RABIN í New York Times A New Cigarette Hazard: ‘Third-Hand Smoke’

 


mbl.is Hætta að reykja til að vernda gæludýrin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér er allavega orðið flökurt af því að lesa þetta bull þitt.

einar (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 16:07

2 identicon

...og Einar er líklegast reykingamaður sem þolir ekki að horfast í augu við skaðsemi reykinga??

Iris (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:13

3 identicon

Það er gott að reykja og töff. Síðan fyrir utan að allt er gott í hófi meira að segja reykingar. Það segir allavega læknirinn minn.

Grímur Anton (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 16:19

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Lesa reykingamenn svona fréttir? Margir af mínum ástvinum reykja og virðast slá um sig mjög sérkennilegum hjúp afneitunar.

Arnar Pálsson, 11.2.2009 kl. 16:56

5 identicon

hmmm... afneitunarhjúpur. Veit ekki hvort það eigi við, kannski léttara fyrir eldra fólk sem byrjaði að reykja á meðan það var ekki búið að margsýna fram á skaðsemi reykinga að lifa í afneitun. Svo er það yngri kynslóðin sem veit alveg nákvæmlega hversu skaðlegt þetta er og hefur vitað frá byrjun en er einhvernvegin ónæm fyrir því og heldur bara áfram

Harpa (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 21:45

6 identicon

Menn hætta að reykja aðeins fyrir sjálfa sig. Ekki af hræðslu við sjúkdóma, ekki til að vernda börnin sín eða gæludýrin, ekki til að ná sér í kærasta/u heldur bara af því að reykingar eru þrældómur og það er vont að vera þræll.

Jóhanna (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 21:46

7 Smámynd: Guðmundur Kristjánsson

Arnar, ég hef gaman að skrifum þínum um vísindi en mér finnst vanta aðeins upp á vísindalega þáttin hér í þessarri umræðu og reyndar oft þegar rætt er um reykingar og skaðsemi þeirra er stutt yfir hálfgert trúarofstæki ekki ósvipað og þegar rætt er um þróun.

"og það hafa verið færð rök fyrir því að handatak eða tungukossar reykingafólks geti einnig aukið líkur á kvillum hjá fólki sem annars reykir ekki".

Það er hægt að "færa rök" fyrir ýmsu en það hefur lítið með staðreyndir að gera. 

Í þessarri grein sem þú bendir á og öðrum sem ég fann er vísað til rannsókna á viðhorfi fólks til óbeinna reykinga og nefnt að í tóbaksreyk séu að finna mörg hættuleg efni.

Mér tókst hins vegar ekki að finna neitt um í hvaða mæli þessi efni sætu eftir í fötum/hári/húð reykingamanna og/eða umhverfi þeirra. Og ekkert um í hvaða magni aðrir gætu orðið fyrir áhrifum á þessum leifum af efnunum og þá hversu skaðlegt slíkt magn gæti hugsanlega verið fyrir viðkomandi. 

Erum við að tala um eitthvað sem er svipað skaðlegt og óbeinar reykingar, eða erum við að tala um eitthvað sem 100 sinnum minna skaðlegt en að ganga meðfram umferðargötu þar sem bílar blása út endalausum eiturefnum. 

Ég er ekkert að efast um að þetta er rétt allt saman en þegar þessu er slegið svona upp, mikið talað um ungabörn og geislavirk efni í sömu andrá, finnst mér eðlilegt að staðreyndirnar séu á hreinu. 

Guðmundur Kristjánsson, 19.2.2009 kl. 10:31

8 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk Guðmundur fyrir aðhaldið.

Ég játa að hafa soðið færsluna frekar hratt, og studdist ég aðallega við greinina eftir Rabin. Þessi viðbót er unnin á 15 mín gramsi á Web of science.

Grein eftir Winickoff og samstarfsmenn í Pediatrics er kveikjan að umfjöllun BBC, NYT og fleiri, þar sem hugtakið um þriðju handar reykingar (spuni á enska hugtakið "second hand smoking" sem er haganlega þýtt óbeinar reykingar á íslensku).

Winickoff og félagar voru að rannsaka viðhorf til reykinga og mögulegrar hættu af óbeinum reykingum. Þeir vísa til eldri rannsókna, meðal annars frá þeirra eigin hóp (fyrsti höfundur G. Matt, sem birtist 2004 í tímaritinu Tobacco control).

Sú rannsókn sýnir að það finnast hærra hlutfall (3-7 sinnum) hættulegra agna úr sígarettum og reyk þeirra á heimilum þar sem reykt er, jafnvel þótt foreldrar reyki alltaf utandyra (á svölum t.d.). Rannsóknin staðfestir líka að það að reykja inni við leiðir til hærra hlutfalls (3-8 sinnum) hættulegra efna en þegar íbúar reykja utandyra. Úr ágripi greinarinnar.

ETS contamination and ETS exposure were 5 - 7 times higher in households of smokers trying to protect their infants by smoking outdoors than in households of non-smokers. ETS contamination and exposure were 3 - 8 times higher in households of smokers who exposed their infants to ETS by smoking indoors than in households of smokers trying to protect their children by smoking outdoors.

Það sem er ekki útkljáð eru hversu hættulegt er að fá slík efni á húð, og innbyrða t.d. með því að sleikja leikföng með slíkar agnir...reglulega. 

Búast má við að þessi áhrif séu veikari en áhrifin af því að reykja sjálfur. Sígarettureykingar eru samt einn sterkasti áhættuþáttur sem skilgreindur hefur verið, og því finnst mér eðlilegt að rannsaka möguleg áhrif óbeinna reykinga.

Ítarefni

MATT GE, og félagarHouseholds contaminated by environmental tobacco smoke: sources of infant exposuresTOBACCO CONTROL  13 : 29 DOI 10.1136/tc.2003.003889 2004

Winickoff, JP og félagar Beliefs About the Health Effects of "Thirdhand" Smoke and Home Smoking Bans  PEDIATRICS Volume: 123 Issue: 1 Pages: E74 Published: JAN 2009

Arnar Pálsson, 19.2.2009 kl. 13:14

9 Smámynd: Guðmundur Kristjánsson

Takk fyrir að taka þér tíma í að grúska í þessu. Ég mun kíkja á ítarefnið og reyna að afla mér frekari upplýsinga þar sem ég viðurkenni fúslega að ég reyki sjálfur, að sjálfsögðu ekki í kringum börnin mín en það er kannski ekki nóg.

Mér finnst þó oft vanta samanburð í svona umræður. Ekki bara að einblína á eitthvað eitt og gleyma alveg á meðan öðrum hlutum sem eru kannski mikilvægari. 

Þess vegna nefndi ég t.d útblástur bifreiða áður. Ég bý til dæmis við mikla umferðargötu þar sem þúsundir bíla keyra framhjá allan sólarhringinn, allan ársins hring. Eitrið sem bílarnir skilja eftir er mjög sjáanlegt og áþreifanlegt, smígur inn um minnstu glufur inn í húsakynni í formi svartrar tjöru og ryks og sest á allt og alla. Án þess að vísa í neinar tölur, segir mér svo hugur að þetta sé ef til vill margfalt meiri heilsuógn við börnin mín en tóbaksleyfar (ekki reykur). 

Kannski er ég að vísa í eitthvað verra til að réttlæta eigin misgjörðir. En ég held ég geti samt fullyrt að það eru fleiri en reykingamenn sem eru "Í hjúpi afneitunar" svona almennt séð. Það væri til dæmis eflaust hlegið að mér ef ég færi að ráðast á alla ökumenn við Hringbrautina með ásökunum um að þeir væru að eitra fyrir börnunum mínum.

Ég er þó alls ekki að beina þessum orðum til þín Arnar eða að segja að þessi umræða hér sé eitthvað sérlega slæm hvað þetta varðar.

Nóg í bili, takk fyrir spjallið.  

Guðmundur Kristjánsson, 21.2.2009 kl. 13:38

10 Smámynd: Arnar Pálsson

Guðmundur

Sæll granni, við búum í næstu götu við Hringbraut og skiljum þig nákvæmlega. Mannfólk mengar umhverfi sitt á marga mismunandi vegu, með bílaryki, útblæstri, neysluvenjum og ferðlögum. Bíllinn er alveg sérstök plága, sem við erum því miður háð. Vonandi verða standsettar almennilegar almenningssamgöngur hér í borg, ég er viss um að það sé hagkvæmt bæði fyrir borg og þjóð (í gjaldeyri fyrir bensín, fjárfestingum í bifreiðum og peningum fyrir gatnagerð og viðhald).

Afneitunin er örugglega víðtæk, eins og þú getur. T.d. er það afneitun að halda að það skipti engu máli hvaðan gullið eða demantarnir í skartgripum okkar koma, jafnvel þótt það hafi verið kortlagt að í Afríku sé fólki og górillum stefnt í voða vegna námugreftrar.

Takk sömuleiðis fyrir innleggið og málefnalega umræðu.

Arnar Pálsson, 23.2.2009 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband