Leita í fréttum mbl.is

Saga Darwins vítt og breitt

Á morgun 12 febrúar 2009 verða liðin 200 ár frá fæðingu Charles Robert Darwin. Þróunarkenningin var sett fram á grundvelli rannsókna Darwins á lífverum og útbreiðslu þeirra (og einnig rannsóknum Alfred Wallace) en hefur samt mjög víðtækar afleiðingar. Þróunarkenningin mótaði einnig jarðvísindi, læknisfræði og á óbeinan hátt félagsfræði, hugvísindi og heimspeki.

Maðurinn var ekki lengur sköpunarverk guðs heldur afleiðing náttúrulegra ferla. Bylting Darwins felst einnig í því að hann lagði áherslu á breytileikann en ekki einhverja guðumlíka veru (sem Plato kallaði "eiðos"). Óður Darwins til fjölbreytileikans og eiginleika stofna er veigameiri heimspekileg skoðun en margan grunar.

Í tilefni afmælisins verður haldið á morgun málþing  "hefur maðurinn eðli". Það hefst kl 16:30 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ.

Til að ræða Darwin og málþingið var Steindór J. Erlingsson tekinn í viðtal af Hönnu G. Sigurðardóttur sem er annar umsjónarmanna þáttarins vítt og breitt á Rás 1. Viðtalið við má hlýða á vefsíðu RUV, og hefst það á mínútu 26 - hér er bein tenging). 

Í gær fór ég einnig í viðtal til að kynna þróunarfræði og málþingið. Björn Berg og Sævar Helgi Bragason sem sjá um vísindaþátt Útvarps Sögu sýndu okkur þann rausnarskap. Hlýða má á spurningar þeirra og svör mín (sem ekki alltaf passa við spurningarnar) á vefsíðu stjörnuskoðunar (http://www.stjornuskodun.is/visindathatturinn).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband