Leita í fréttum mbl.is

Charles Darwin, fæddur 12 febrúar 1809.

Sonur hjónanna Roberts og Susannah Darwin, fæddist á heimili þeirra "the mount" í Shrewsbury í Shropskíri á Englandi. Pilturinn var skírður í höfuðið á föður sínum og nýlátnum frænda, og ólst upp sem náttúruelskandi barn. Síðar lauk hann guðfræðipróf, silgdi um veröldina á hvutta (skipinu "the Beagle") og varð einn merkasti náttúrufræðingur sögunnar.

Framlag hans er margþætt, en hann er þekktastur fyrir kenningu sína um náttúrulegt val og sameiginlegan skyldleika lífvera og skipan þeirra í þróunartré. Saman er þetta þekkt sem þróunarkenning Darwins (þótt reyndar hafi Alfred Wallace gert sér grein fyrir þessum grundvallaratriðum - sjá t.d.).

Lykillinn að þróunarkenningunni er stofnahugsun. Hún felur í sér að maður skoðar eiginleika hóps, ekki hinu einu sanna, guðlega og fullkomna eins og Plató gerði. Um leið og horft er á lífverur sem stofna blasir við breytileiki, sem er hráefni þróunar.

Náttúrulegt val er afleiðing breytileika milli einstaklinga. Breytileikinn þarf líka að vera arfgengur (berast frá foreldrum til afkvæma) og ef einstaklingar æxlast mishratt þá veljast ákveðnar gerðir úr, algerlega náttúrulega. Að auki er barátta fyrir lífinu, ekki allir einstaklingar ná í fæðu, eða geta af sér afkvæmi, sem leiðir til þess að þær verur sem hæfastar eru hverju sinni, veljast úr vegna þess að þær eru aðlagaðar umhverfi sínu. Þannig verða til aðlaganir, eiginleikar sem nýtast lífverum í baráttunni fyrir lífinu, svo sem augu sem gera þeim kleift að sjá, hendur sem nýtast til klifurs í trjám og ensím sem geta brotið niður sterkju.

Mér finnst stórkostlegt að svo einfallt lögmál geti útskýrt fjölbreytileika lífvera og hinar margvíslegu aðlaganir sem við búum yfir eða sjáum í öðrum lífverum. En um leið áttar maður sig á því að aðlaganirnar eru aldrei fullkomnar, augun eru ekki fullkomin, ensímin gætu verið aðeins betri og hendur sem gagnast við klifur henta verr til að tengja rafrásir.

Í tilefni afmælis Darwins er haldið málþing, undir yfirskriftinni "hefur maðurinn eðli?". Það verður kl 16:30 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ. Látið endilega sjá ykkur.

Ítarefni og óður til Darwins:

The Origin of Darwin OLIVIA JUDSON í New York Times.

Steve Jones ræðir um innrækt og erfðagalla We ought to be exterminated, í the Guardian.

Í the Telegraph Charles Darwin: The man behind the theory of evolution


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk kærlega fyrir þennan pistil.

Númi (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:48

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Og þér hlýleg orð Númi.

Arnar Pálsson, 18.2.2009 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband