9.3.2009 | 21:40
Chicago var frábær
Flugufundurinn kláraðist í gær. Það var mikil stemming fyrir rannsóknum á snemmþroskun því nokkrum hópum hefur tekist að byggja töluleg líkön sem lýsa lykiatburðum og því hvernig fóstrinu er skipt upp í svæði. Töluleg líffræði virðist henta mjög vel til að lýsa þessum ferlum. Líkönin eru flest nákvæm og hafa í mörgum tilfellum verið prófuð með beinum tilraunum á tjáningu gena og áhrifum afurða þeirra.
Á næsta ári verða 100 liðin frá því að Thomas H. Morgan fann fyrstu stökkbreytinguna í ávaxtafluguna, white genið. Síðan þá hefur fjöldi gena verið skilgreindur. Dæmi um nokkur þeirra má finna á vefsíðu Chicago Tribune, sem gerði fundinum ágætis skil í grein í föstudagsblaðinu (Kitchen pest is a hero to scientists meeting in Chicago). Mér finnst samt rétt að árétta að ávaxtaflugur er notaðar sem líkan fyrir ferli sem eru fjölfruma dýrum sameiginleg.
Einn af vísindamönnunum David Featherstone with University of Illinois, Chicago sem rannsakar boðefni og boðprótín í taugakerfinu, m.a. genið genderblind. Ákveðnar stökkbreytingar í geninu leiðir til þess að karldýrin reyna við jafn kvenn og karldýr. en mér finnst hann hafa dálitið sérkennilegar hugmyndir um tilgang rannsóknanna (allavega samkvæmt tilvitnun í blaðinu). "Ultimately we hope to understand the brain and gain the ability to engineer it". Markmið slíkra rannsókna á ekki að vera að finna leiðir til að breyta starfsemi heilans.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Hver er ensk thyding a toluleg liffraedi?
Martin Sigurdsson (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 22:12
Theoretical biology eda quantitative biology.
Arnar Pálsson, 10.3.2009 kl. 14:49
Var hann samt ekki meira að pæla til að geta lagað hann ef eitthvað fer úrskeiðis. T.d. alvarlegir geðsjúkdómar.
Annars er,,hommagenið" og önnur gen sem hafa áhrif á ,,andlega svipgerð" voða eldfimt umræðefni. Þó þau séu ekkert endilega til. Ég held að það vilji engin sjá vísindamenn sem eru færir um að breyta starfsemi heila fólks svo það sitji og standi eftir hentugleika. Við höfum nú séð ótal dæmi í bíómyndunum þar sem það fer út í vitleysu :)
Jóhannes (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 04:01
Það er einmitt út af "hommageninu" sem ég tók þessu svona illa. Ég held að Featherstone hafi reynt að vera fyndinn í viðtalinu og blaðamaðurinn ekki fattað spaugið.
Rannsóknir Featherstone eru nefnilega mjög afmarkaðar, hann skilgreinir tvær megin rannsóknarspurningar, um þroskun taugaenda og áhrif glútamats utan fruma á taugaboð. Að auki leitast hann við að þróa og framleiða her skordýra með heimsyfirráð að markmiði (sem er auðvitað grín).
Arnar Pálsson, 12.3.2009 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.