Leita í fréttum mbl.is

Gisin röksemdafærsla

Frétt mbl.is gerir líffræðinni að baki þessari frétt ekki nægileg skil. Við vitum að salt eykur líkurnar á hjartaáfalli, og að of mikil neysla salts er landlægt vandamál á vesturlöndum. Við vitum líka að salt (Na og Cl) er mikilvægt fyrir jónajafnvægi og samskipti fruma. Vissulega er möguleiki að salt sé nauðsynlegt fyrir gott lyndi, og að of lítið af salti dragi úr boðskiptum í heilanum sem geti lýst sér sem þunglyndi. En það þarf töluvert meira en eina tilraun á rottum til að staðfesta það. Ef um orsakasamband er að ræða þá þarf að komast að því hvers eðlis það er. E.t.v. verður rottunum bara illt í maganum ef lítið er af salti í matnum, og hver getur greint á milli rottu með kvíðakast og rottu með iðrakvef?

Mæli með frétt BBC er töluvert skárri en ekki gallalaus, en hún leggur áherslu á hættu vegna mikillar saltneyslu (sem hefur sögulega verið meira vandamál á Bretlandseyjum en hér).

Fyrst ég er kominn í gagnrýnisgírinn er best að blása úr nös á hinn aðalmiðillinn, visir.is.

Á tímamótasíðunni tilkynntu þeir hátíðlega að 16 mars væri dánardagur Charles R. Darwin. Hið rétta er að Darwin lést 19 apríl árið 1882, sjá t.d. www.aboutdarwin.com.


mbl.is Léttir salt lundina?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband