18.3.2009 | 11:38
Saga frumkvöðla í líffræði
Framgangur hugmynda og fæðingar kenninga skipta mjög miklu máli fyrir vísindin. Of margir vísindamenn líta á söguna sem tvískipta, það sem gerðist á síðustu 2 árum og allt hitt. Saga hugmyndanna er mikilvæg, því hún getur bent okkur á það hvernig fólk fór að því að yfirstíga þröskulda og kasta af sér oki ranghugmynda. Einnig er mikilvægt að fólk geti réttra heimilda, annað er óheiðarlegt og hamlar vísindalegum framförum.
Í pistlum okkar höfum við löngum hampað Darwin, bæði vegna þess að framlag hans var mjög viðamikið og vegna þess að í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu hans. Auðvitað hafa margir aðrir fræðimenn lagt mikilvæg lóð á vogaskálarnar bæði í þróunarfræði og öðrum greinum líffræðinnar. A bloggsíðunni Gene Expression var nýlega tekin saman listi yfir vefgáttir sem bjóða upp á aðgang að greinum merkra líffræðinga. Hér fylgir stutt samantekt af þeim lista.
Alfred Russel Wallace setti einnig fram hugmyndina um þróun vegna náttúrulegs vals hérna.
Síða helguð verkum Francis Galton sem var einn af feðrum erfðafræði og tölfræðinnar.Verk Louis Pasteur má finna hér (fylgið ytri tengli).
Einn af samtímamönnum Darwins var Herbert Spencer, og skrif hans má finna hér, og grunntexta hans um líffræði Principles of Biology.
T. H. Huxley var ötull fulltrúi þróunarkenningarinnar, nokkur af verkum hans eru aðgengileg.
Verk nokkura forvera Darwins Lamarck og Buffon eru einnig til á vefnum (varúð, þau eru á frönsku og því aðeins læsileg innvígðum).Mér finnst líka gaman að skoða síðu sem dregur saman klassískar greinar í erfðafræði (History of Genetics) sem er haldið úti af Dartmouth College.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.