18.3.2009 | 12:17
Genastjórn undir hettu
Rannsóknirnar mínar snúast um genastjórn og þróun hennar. Ég hef sérstakan áhuga á röðum sem hafa áhrif á það hvar, hvenær og hversu mikið er myndað af mRNA viðkomandi gens, þetta er hinar eiginlegu stjórn og efliraðir. Slíkar raðir eru sérstaklega mikilvægar í þroskun því þær eru oft notaðar til að ákvarða hvaða genum er kveikt á í viðkomandi vef (t.d. aktín og mýósín í vöðva) og það sem er álíka mikilvægt, hvaða genum er slökkt á (það getur ekki verið heppilegt að mynda of mikið af meltingarensímum í höfðinu).
Ian Dworkin, vinur minn og samstarfsmaður, sendi mér tengil á "njarðarlegasta" rap sem til er. Ástæðan fyrir því að ég deili því með ykkur er ást mín á genum, þótt vissulega sé líklegt að einungis nemendurnir okkar kunni að meta herlegheitin (þeir syngja nefnilega ekkert sérstaklega vel!).
Sjá umfjöllun og myndband á Tiernylab, Rappin´ for science.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Gargandi snilld :)
Kolla (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 15:50
Gaman að heyra að þér líkar herlegheitin. Maður þarf að vera nokkuð harðsvíraður til að "gúddera" svona lagað.
Arnar Pálsson, 18.3.2009 kl. 16:55
Já ég er náttúrulega mikið hörkutól þannig að þetta á vel upp á pallborðið
Kolbrún Kolbeinsdóttir, 18.3.2009 kl. 19:03
Akkúrat þessir guttar eru alger hörkutól, en kunna alveg að sprella. Sú lýsing á ágætlega við þig líka.
Arnar Pálsson, 19.3.2009 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.