19.3.2009 | 10:42
Erindi: Heilablóðfall og Turing
Ég vildi benda fólki á tvö erindi sem eru á döfunni. Í hádeginu í dag, fimmtudaginn 19 mars kl 12:20, mun Birkir Þór Bragason halda erindi um starfsemi prótínsins Cystatin C sem í stökkbreyttu formi veldur heilablæðingu. Erindi hans kallast Rannsóknir á frumulíffræði og genatjáningu fíbróblasta úr arfberum með L68Q cystatin C stökkbreytingu og er unnið í samstarfi við Ástríði Pálsdóttur á Keldum. Erindið fer einmitt fram í fyrirlestrasal Tilraunastöðvarinnar í meinafræði á Keldum. Frekari upplýsingar í fréttatilkynningu. Dagskrá fræðslufundanna má sjá á heimastíðu Tilraunastöðvarinnar.
Á laugardaginn 21 mars fer fram þriðji fyrirlesturinn um byltingarmenn vísindanna. Alan Turing, hin alræmda Turing vél hans og áhrif hennar verða kynnt af Kamillu Rún Jóhannsdóttur. Erindi hennar heitir Alan Turing: Turing vélin og áhrif hennar á framfarir og takmörk hugfræðinnar, og fer fram kl 13:00 í sal 2 í Háskólabíói. Turing og tölvunarfræðin gáfu okkur athyglisverða leið til að hugsa um starfsemi heilans og lífvera. Tölvunarfræðilíkingar eru orðnar mjög algengar í líf og læknisfræði, en eins og alltaf verður fólk að passa sig á að láta líkinguna ekki móta um of tilgáturnar. Nánari upplýsingar um fyrirlestraröðina og má nálgast á Fésbókinni.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Erindi og ráðstefnur | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.