27.3.2009 | 12:55
Sitthvað í vikulokin
Við skipuleggjendur Darwin daganna erum að slípa dagskránna fyrir haustið 2009. Nokkrir erlendir vísindamenn munu koma og halda yfirlitserindi. Við ætlum einnig að halda ráðstefnu á þjóðlegri nótum, þar sem innlendir vísindamenn halda yfirlitserindi um Darwin og þróun lífsins. Einnig er líklegt að það verði sérstök dagskrá um þróun á líffræðiráðstefnunni sem haldin verður í haust. Við höfum sett inn glærur af málþinginu til heiðurs Darwin á vefsíðunni okkar darwin.hi.is.
Eins og áður hefur komið fram munum við einnig sjá um námskeið um Darwin og Uppruna tegundanna í HÍ.
Að auki vill ég deila með ykkur gersemum sem urðu á leið minni á vefnum í vikunni.
Annar er bráðskemmtilegur pistill Ara Sæmundsens forstjóra Groco um sjónvarpslíffræði.
Hitt er myndskeið frá skoplauknum, um "paleontologists discover skeleton of Natures first sexual predator".
Að auki, ég hafði víst lofað að birta úttekt á bókinni It takes a genome í vikunni en þar sem pistillinn er enn í smíðum bíðum við með það fram yfir helgi. Vonandi líðst manni að ganga á bak þessara tilteknu orða.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.