15.4.2009 | 12:14
Darwin og dúfurnar
Hafi Charles Darwin verið uppi síðla á síðustu öld er vel líklegt að hann hafi lagt fyrir sig náttúrufræði. Einnig er mögulegt að hann sem unglingur með útrásarþörf hafi ákveðið að stofna hljómsveit (í raun fór hann á skytterí, sem er annarskonar leið til að kæla ólgandi blóð), og kannski við getum leyft okkur að stinga upp á nafni á bandið, Darwin og dúfurnar.
Darwin var reyndar mikill dúfnaaðdáandi, og stóð í bréfaskriftum við marga ræktendur og kunni góð skil á bæði skrautafbrigðum og keppnisdúfum. Í uppruna tegundanna ræðir hann kynbótaval (e. artificial selection) sem beitt er til að ná fram æskilegum eiginleikum í ræktuðum stofnum (hundum, dúfum eða nytjadýrum). Ræktendur ná nefnilega stórkostlegum árangri með einbeittu vali og æxlunum á réttum afbrigðum. Oft, eins og þegar ræktaðar eru keppnisdúfur, þarf að velja fyrir mörgum eiginleikum í einu, t.d. þoli, hraða, ratvísi. Maður getur ímyndað sér að sumir velji fyrir ákveðnum byggingareiginleikum, stærra bringubeini, lengri vængjum og meiri hjartslætti, en á endanum skiptir frammistaða í keppni mestu. Kynbótaval er nefnilega alveg hliðstætt við náttúrulegt val, þar sem valið er fyrir formi lífvera, atferli, æxlunargetu, kuldaþoli o.s.frv. en á endanum er það heildarhæfnin sem máli skiptir.
Mynd af vefsíðu American museum of natural history © AMNH Library
Rót þessarar hugvekju er frétt á RÚV í gær, um íslenska dúfnaræktendur.
Ameríska náttúrufræðisafnið lýsir í nokkrum orðum dálæti Darwins á þessum fiðruðu undrum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:16 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.