Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Faraldsfræði veira

Fréttatilkynning um faraldsfræði veira.

 

Fyrirlesari: Ásgeir Erlendur Ásgeirsson líffræðingur.

Heiti erindis: Epstein-Barr og cytomegaloveira: Faraldsfræði og greining.

Erindið verður haldið fimmtudaginn 30. apríl, kl. 12:20 á Tilraunastöð
Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.

Annað markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi mótefna gegn cytomegaloveiru (CMV) og Epstein-Barr veiru (EBV) meðal Íslendinga og bera saman við önnur lönd.  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að þessar veirur eru mjög algengar hér á landi.            

Hitt markmiðið var að þróa PCR aðferðir til að greina CMV og EBV sýkingar í sermi þegar hefðbundnar mótefnamælingar duga ekki til.  Helstu niðurstöður PCR rannsóknarinnar eru að erfðaefni CMV og EBV var greinanlegt með PCR í upphafi sýkingar.  Möguleiki er á jákvæðri niðurstöðu hjá heilbrigðum einstaklingum með gömul mótefni gegn þessum veirum.  Sjúklingar með aðrar sýkingar geta mælst jákvæðir fyrir CMV. Verkefnið var unnið á veirufræðideild LSH.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband