30.4.2009 | 12:18
Svínahvað og hróp um úlf
Eins og með allar nýjar pestir er þekking okkar á inflúensuveirunni sem kennd er við svín ákaflega takmörkuð. Veiran er í raun með erfðaefni úr nokkrum áttum en fræðilegt nafn hennar er H1N1.
Veirur, bakteríur og aðrir sýklar eru sífellt að ráðast á aðrar lífverur. Stundum atast þeir í gömlum félögum, t.d. naga sér leið inn í blóðfrumur í tilfelli plasmodíum falciparum (sem veldur mýrarköldu-malaríu) eða dúlla sér í görn mannskepnunar í tilfelli E.coli. En hvern einasta dag er tækifæri fyrir slíka sýkla að herja á aðrar lífverur, t.d. ef E. coli lendir í sár á fæti hunds eða plasmódíum frumdýrið kemst í blóð ísbjarnar (mjög ólíklegt nema í dýragörðum). Í örfáum tilfellum tekst sýklinum að fjölga sér í nýja hýslinum, og ef astæður eru réttar getur hann hafið landnám. Slíkt landnám getur orðið að faraldri ef dreifingarhæfnin er næg og hýsillinn passlega næmur fyrir sýkingu.
Svo virðist sem H1N1 veiran búi yfir slikum eiginleikum. Upplýsingar um nýju veiruna eru af skornum skammti, innrás sem þessi virðir ekki venjulegar leiðir vísindanna til að miðla þekkingu (rannsaka, skrifa, birta grein - sem tekur ár og í besta falli mánuði). Blessunarlega deila heilbrigðisyfirvöld þekkingu sinni, og þið getið verið viss um að fleiri hundruð manns vinna myrkanna á milli við að slípa greiningapróf og þróa bóluefni.
En hættan er raunveruleg. Það getur verið að H1N1 verði ekki að faraldri, en það þýðir ekki að WHO hafir hrópað úlfur af ástæðulausu. Ég ætla ekki að rekja þetta frekar hér en hvet alla til að lesa pistil Ben Goldacre um "svína"flensuna, fréttir og úlfaköll.
155 tilfelli staðfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Darwin og þróun, Erfðafræði | Breytt 25.6.2009 kl. 13:54 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Takk fyrir fróðlega grein hjá þér Arnar.
En læknast ekki svínaflensan bara af sjálfu sér hér þar sem við erum á leiðini inní E S B ?
Er ekki Yfir heilbrigðis- cómmízar E S B að gefa út sérstaka tilskipun gegn svínaflensunni !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 10:37
Takk fyrir innleggið Gunnlaugur.
ESB mun vitanlega banna hættulegar veirur, og leiða beint til þess að sjórinn fyllist af fiski, kistur af gulli og ískápar af bjór.
Þótt SARS, Fuglaflensa og Ebóla hafi ekki orðið að faröldrum þá þýðir það ekki að H1N1 veiran frá Mexíkó sé ekki hættuleg.
Ef píanó lendir við hliðina á þér á gangstétt eftir fall af 10 hæð, þýðir það ekki að fljúgandi píanó séu meinlaus, bara að þú hafir sloppið vel.
Arnar Pálsson, 4.5.2009 kl. 16:22
Mjög góð grein um þróun inflúensu veira og H1N1 sérstaklega birtist nýverið í New York Times, "10 genes, furiously evolving". Mæli sérstaklega með myndefninu.
Arnar Pálsson, 6.5.2009 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.