Leita í fréttum mbl.is

Einkaleyfi á genum

Þetta hljómar sérkennilega, en það hefur verið mögulegt að skrá einkaleyfi á stökkbreytingum í ákveðnum genum. Hugmyndin er sú að það gefi fyrirtækjum kleift að þróa greiningarpróf sem gætu nýst við að skilgreina eða fyrirbyggja sjúkdóma.

Gallinn er náttúrulega sá að fullt af fólki er með genin sín á sínum eigin litningum, og hvernig getur einhver fengið einkaleyfi á geni frekar en að fá einkaleyfi á freknum eða eyrnasneplum?

Nú er verið að reka dómsmál í Bandaríkjunum, sem miðar að því að hrekja einkaleyfi á ákveðnu geni. American civil liberties union sækir málið fyrir hönd  Genae Girard. 

Því miður gefst mér ekki tími til að gera þessu ítarlegari skil í þessari færslu. Ráðum bót á því síðar. Þangað til mæli ég með grein JOHN SCHWARTZ um málið í NYTimes Cancer Patients Challenge the Patenting of a Gene.

Sjá einnig umfjöllun á heimasíðu ACLU.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef haft samband við þig áður,en langar nú að leggja fyrir þig spurningu.Hvernig er best fyrir einstakling að bera sig við ,að fá sönnun fyrir faðerni.ERfðaefni er til úr látnum föður sem ól sín börn upp í þeirri vissu að þau væru hans börn.Getur td bróðir hans gefið lífsýni,eða það barn sem sannarlega er hans barn.Um er að ræða bæði konu og mann sem þurfa að fá þessar upplýsingar.Mikið væri nú gott ef þú gætir upplýst mig um þetta.

maggas (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 14:37

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæl Magga S.

Það er erfitt að færa "sönnur" á slíkt, en það er hægt að finna út hversu líklegt er að viðkomandi hafi verið faðirinn. Til þess þarf að skora mjög margar stökkbreytingar, í afkvæmi og nánustu ættingjum látins foreldris (bróðir, systir, börn). Heppilegast er að vera með erfðaefni afkvæma viðkomandi, maka hans og "laungetna" barnsins. Til að afla nægilegra gagna þarf mjög mikið af peningum!

Blóðböndin eru merkilega sterk í okkar samfélagi, en samt vitum við að vináttubönd geta verið mjög mikilvæg vellíðan fólks og heilsu. 

Vonandi svarar þetta spurningu þinni.

Arnar Pálsson, 18.5.2009 kl. 15:05

3 identicon

Þakka þér fyrir Arnar.En eins og ég skil þig, þá gæti verið gott að bæði albróðir hins látna, og sannarlegt barn gæfu líka sitt erfðaefni?En ef til er lífsýni er það þá betra?

Kærar þakkir.

magga (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 16:40

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Magga, rétt.

Lífsýni úr viðkomandi er alltaf betra, því þá þarf ekki að meta arfgerð viðkomandi út frá ættingjum (sem dregur úr óvissu).

Arnar Pálsson, 19.5.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband