20.5.2009 | 12:00
Hlekkur í ættarrunnanum
Páll Jónsson hefur nú þegar bent á að orðið týndi hlekkurinn, hefur oftast verið notað um sameiginlega forfeður manna og apa. Almennt séð er kannski hægt að tala um týnda hlekki í ættarkeðju forfeðra okkar, en það missir marks af einni lykil ástæðu.
Fæstir af þeim steingerðu mannöpum sem fundist hafa eru beinir forfeður okkar, þeir eru lang flestir ættingar af hliðargreinum þróunartrésins.
Ímyndið ykkur tré sem líkingu af ættartré mannapa. Homo sapiens er á einni grein, en Homo erectus á annarri, Homo habilis enn annari og svo mætti lengi telja. Mjög lítill hluti lífvera varðveitist í jarðlögum.
Ef við höldum okkur við trjá líkinguna. Ef við finnum einungis 10 litla búta af stærðarinnar birkitré sem kubbaðist í óveðri, er er harla ólíklegt að allir bútarnir séu af sömu grein (t.d. þeirri sem maðurinn situr á). Líklegast er að við finnum búta af hinum og þessum greinum.
Reyndar hefur einnig verið bent á að ættartré okkar sé ekki mjög trjálaga, það sé líkar greinóttum runna.
Það sem er stórkostlegt við Idu er hversu mikill hluti beinagrindar hennar fannst. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu erfið vísindi steingervingafræði er, því mjög sjaldan finnast heilar grindur eða mörg bein úr hverjum einstakling.
Púsl með 5000 stykkjum var það stærsta sem við barnabörnin kláruðum með ömmu. Steingervingafræðingarnir reyna að púsla saman úr 500.000 beinum, úr kannski 100.000 mismunandi einstaklingum (púsluspilum). Það er gestaþraut í lagi.
Ítarefni
http://www.revealingthelink.com/Umræða um hlekki og skjaldbökur.
Týndi hlekkurinn fundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Darwin og þróun | Breytt 25.6.2009 kl. 13:53 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Það sem sköpunar- og hönnunarsinnar eru núna alltaf að hamra á varðandi 'Tré lífsins' er að mestu uppsprottið úr þessari grein:Why Darwin was wrong about the tree of life og vilja þá meina að það sýni að Darwin hafi haft rangt fyrir sér.
Sjá: Uprooting Darwin's Tree.
Arnar (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 14:32
Nafni
New Scientist var með ódýra auglýsingu þarna, dáldið eins og National Geographic fyrir nokkrum árum (Was Darwin wrong?). Ég var ekki mjög hrifin af umfjölluninni, en kenning Darwins fellur ekki þótt einhver ritstjóri örvænti og vilji selja fleiri blöð.
Ættartré lífsins er reyndar töluvert flókið, og svo virðist sem meiðar lífsins hafi aðskilist, sameinast, og skipst á erfðaefni mjög greiðlega fyrst um sinn. Það þýðir hvorki að lífið sé ekki af einni rót, né að lögmálið um náttúrulegt val sé fallið.
Hver ætli hin raunverulegu áhrif sköpunar og hönnunarsinna séu? Það er e.t.v. jákvætt að þeir fá líffræðinga til að hugsa um grunnspurningar og eðli vísinda (svona rétt eins og smábarn fær mann til að líta á rafmagnssnúrur á heimili sínu).
Á móti kemur að þeir slá ryki í augu fólks og taka upp tíma sem væri betur varið í að ræða eðli sjúkdóma, verndun og nýtingu náttúruauðlinda og þarfir þjóðfélagsins sem raunvísindin reyna að mæta.
Arnar Pálsson, 20.5.2009 kl. 14:47
Já, blaðamenn þurfa að selja blöð, það selur ekkert jafn mikið og 'góðar' fyrirsagnir. Svo eru þeir í raun ekki að segja mikið annað en að samkvæmt DNA samanburði þá raðist tréið eitthvað öðruvísi. Breytir í raun ekki heildarmyndinni.
En sköpunarsinnar gripu þetta náttúrulega á lofti eins og ritstjórarnir spáðu fyrir.
Btw, á blogginu hjá mófa sagðirðu að það væri munur á sköpunar- og hönnunarsinnum (creationist vs. ID). Hefurðu séð The Wedge Document, sem er einhverskonar stofn samþykkt ID hreyfingarinnar?
Í því skjali kemur augljóslega fram hver tilgangur ID hreyfingarinnar er.
Arnar (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 15:45
Mér skilst að það sé engin sérstök ást á milli sköpunarsinna (reyndar nokkur blæbrigði þar!) og hönnunarsinna. Hönnunarsinnar meðtaka nefnilega þróun og náttúrulegt val, en halda því fram að nokkrir eiginleikar lífvera séu svo flóknir að guð hljóti að hafa "hannað" þá ef ekki "skapað".
Þetta er náttúrulega ákveðin málamiðlun sem sköpunarsinnarnir froðufella yfir, það að viðurkenna þróun er guðlast í þeirra augum.
Fleygurinn er annáluð afurð Discovery Institute, en undirstrikar bara það augljósa. Umræðan er pólitísk en ekki vísindaleg. Við erum jú slúðrandi apar (skv. Carl Zimmer) sem hafa gaman pólitískum leikjum, stundum á kostnað okkar eigin velfarnarðar.
Arnar Pálsson, 20.5.2009 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.