21.5.2009 | 09:32
Nám í líffræði við HÍ
Hvers vegna vill fólk læra líffræði?
Líklega er forvitni veigamesta ástæðan.
Við erum lífverur og höfum mjög eðlilegan áhuga á okkur sjálfum, hvernig við hugsum, hvernig við verðum veik, hvaða eðli við höfum og hvernig við lifum sem lengst.
Aðrir heillast af fjölbreytileika náttúrunnar (vistkerfum kóralrifja, bjargfuglum eða hverabakteríum) á meðan aðrir vilja skilja grunneiningar frumunnar og lífsins (starfsemi gena, frumulíffæra og prótína).
Enn aðrir eru að undirbúa sig undir læknisfræði, dýralækningar eða nám í líffræðilegri afbrotafræði (CSI). Margir þeirra sem halda að þeir vilji verða læknar ættu frekar heima í líffræði, því hún undirbýr fólk betur undir rannsóknir t.d. á músum eða flugum sem nota má sem líkön fyrir mannasjúkdóma.
Að námi loknu fer fólk í framhaldsnám, rannsóknir, aflar sér kennsluréttinda eða fær vinnu hjá líftæknifyrirtækjum eða stofnunum. Atvinnuleysi er ekki vandamál hjá líffræðingum.
Nánari upplýsingar um grunnnám i líffræði má finna á vef HÍ, og kynningarvef líffræðinnar. Þeim sem eru að velta fyrir sér framhaldsnámi er ráðlagt að skoða síðu um rannsóknir við deildina.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:33 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Úff, ekki freista mín. Maður ætti kannski að skella sér í líffræði þegar ég verð búinn með lögfræðina á næsta ári?
Páll Jónsson, 22.5.2009 kl. 15:01
Páll
Held reyndar að lögfræðin sé flott nám. Mikilverðast við háskólanám er að læra vinnubrögð, skerpa á gagnrýnni og skapandi hugsun, og auðvitað að tjá sig á rituðu formi og töluðu orði. Þú virðist ágætlega skólaður hingað til.
Samkvæmt minni reynslu klára þeir sem hoppa milli deilda yfirleitt mjög góð próf, e.t.v. vegna þess að þeir sjá heildarmyndina betur.
Sumir taka líffræði og lögfræði, með stefnu á einkaleyfalögfræði en ég held að það séu fleiri fletir, í umhverfismálum, réttindum einstaklingsins, notkun heilbrigðisupplýsinga og erfðaprófa.
Arnar Pálsson, 22.5.2009 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.