Leita í fréttum mbl.is

Hvað er að drepa leðurblökurnar?

Síðustu þrjú ár hefur undarlegur sjúkdómur herjað á leðurblökur í austurhluta Bandaríkjanna. Í sumum hellum hefur um helmingur leðurblakana drepist. Í þeim hellum sem verst hafa orðið út má finna hvítan sveppavöxt á vitum leðurblakana, bæði dauðra og lifandi.

Bat_science_CRAIG STIHLER Mynd af síðu Science, tekin af CRAIG STIHLER.

Í augnablikinu er ekki vitað hvort að sveppagróðurinn sé orsök leðurblökudauðans. Vitanlega eru hópar að rannsaka þann möguleika, en það einnig mögulegt að sveppurinn sé tækifærissinni, sem ráðist á leðurblökur sem eru veikar fyrir af öðrum aðstæðum.

Greinilega er um einhverskonar farsótt að ræða, en í augnablikinu er ekki vitað hvort um sé að ræða veiru, bakteríu eða svepp. Hvað sem um er að ræða þá getur það sýkt fleiri en eina tegund, því um aukin aföll hafa fundist hjá 6 tegundum leðurblaka.

Líffræðingar eru líka að reyna að finna út hvað sé hægt að gera til að auka lífslíkur leðurblaka í hellum með háa tíðni sýkinga. Sumir hafa stungið upp á að setja upp hitara, sem geta haldið hitaá leðurblökunum, þannig að þær ganga ekki á varaforða sinn og rísi hraustari að vori.

Líffræðingarnir eru semsagt í spæjaraleik, og sumir í læknisleik. Sjúklingarnir eru reyndar af sérstakari gerðinni, en gott ef það eru ekki bara forréttindi að fá að lækna hina svartklæddu engla dýraríkisins.

Ítarefni

Biologists Struggle to Solve Bat Deaths Robert Zimmerman, Science 29 May 2009: Vol. 324. no. 5931, pp. 1134 - 1135.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband