24.6.2009 | 14:57
Grapevine um þorskinn
Í nýjasta hefti Grapevine er rætt um niðurstöður Einars Árnasonar og félaga um erfðasamsetningu þorsksins. Fishy tales birtist 23.6.2009 og var sett saman af Marc Vincenz.
Í greininni rekur Marc sögu þrosksins og hruns stofnsins við Nýfundnaland. Hann leitaði einnig álits Einar Árnasonar, og vitnar í hann einu sinni í greininni:
Hvort sem þú trúir því eða ekki, þá ert þú fyrsti fréttamaðurinn á Íslandi sem hefur samband. Þetta er ekki eitthvað sem ætti að sópa undir teppið [þýðing AP]
Believe it or not, youre the first journalist in Iceland to contact me. This is not something to just brush under the carpet.
Reyndar er ekki tilgreint hvernær viðtalið var tekið.
Greinin í heildina er samt ekki nægilega góð og augljóst að Marc skilur ekki alveg grundvallar atriði þróunar. Þegar hann ræðir um hugmyndir kanadískra og norskra vísindamanna um hrun kanadíska þorskstofnsins þá segir hann:
Með öðrum orðum, þá neyddi ofveiðin fiskana til verða kynþroska fyrr til að ná að ná að hryggna - sem leiddi til verri afkomu stofnsins [þýðing AP]
In other words, over-fishing forced fish to mature earlier in order to be able to spawnwith lower sustainable cod yields.
Þetta er algengur miskilningur um þróun, hún neyðir lífverur aldrei til neins. Náttúrulegt val er alltaf eftir á. Þeir fiskar sem urðu kynþroska fyrr lifðu af, en hinir ekki. Afleiðingin væri sú að samsetning stofnsins breytist, og líkur á hruni aukast.
Önnur skelfileg setning í greinni er:
Samkvæmt ítarlegri rannsókn Árnasonar [...] virðist sem þróunarlegar stökkbreytingar í genum fisksins séu í beinu sambandi við veiðar á sérstökum búsvæðum [þýðing og skáletrun AP, sleppti "inadvertent" úr þýðingunni en það er auka punktur hér]
According to Árnasons extensive research[...]evolutionary mutations in the genes of fish appear to be directly related to inadvertent habitat-specific fishing practices.
Það sem gerðist er að það er breyting í tíðni samsæta (sem eru útgáfur af einu tilteknu geni - í þessu tilfelli A og B) milli kynslóða. Breytingar í tíðni samsætanna virðist vera afleiðing mjög mikilla veiða á grunnsævi, sem dregur úr tíðni A gerðarinnar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.