25.6.2009 | 12:04
Erindi: Marglyttur við Ísland
Næsta mánudag 29 júní 2009 mun Guðjón Már Sigurðsson kynna rannsóknir sínar á marglyttum við Íslandsstrendur. Erindið fer fram kl 15:00 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ. Eftirfarandi lýsingar á verkefninu eru fengnar úr fréttatilkynningu.
Torfur brennihvelju (Cyanea capillata) hafa valdið umtalsverðum skaða í fiskeldi á Íslandi á síðastliðnum áratug. Sumarið 2007 hófust því ítarlegar rannsóknir á magni og útbreiðslu marglyttna (Scyphozoa) á Íslandsmiðum. Tvær tegundir af marglyttum veiddust, bláglytta (Aurelia aurita) og brennihvelja (Cyanea capillata).Á nálægum hafsvæðum virðist fjöldi marglyttna og marglyttutorfa hafa verið að aukast nokkuð undanfarin ár samhliða hlýnun sjávar. Breytingar í hafinu umhverfis landið tengdar hlýindatímabili sem hefur staðið yfir frá því um 1996 eru líklegar til að hafa haft áhrif á magn og útbreiðslu marglyttna á Íslandsmiðum. Megin útbreiðslusvæði brennihvelju hefur færst norðar og austar og bæði bláglytta og brennihvelja taka að birtast fyrr á vorin en á fyrri hluta síðustu aldar.
Margt bendir til þess að Vestfirðir séu uppeldisstöðvar fyrir brennihvelju á Íslandsmiðum og þaðan dreifist ungar hveljur með strandstraumnum og hlýsjónum austur með Norðurlandi og síðan suður með Austurlandi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Guðjón var einmitt í viðtali hjá okkur í Vísindaþættinum 9. júní síðastliðinn um þetta viðfangsefni sitt, ásamt Óskari Sindra Gíslasyni. Áhugasamir geta hlustað hér.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 25.6.2009 kl. 18:09
Takk fyrir innslagið Sævar.
Get vel mælt með viðtalinu, og vísindaþættinum í heild sinni.
Arnar Pálsson, 26.6.2009 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.