Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Mý við Mývatn

Vistkerfi Mývatns er um margt sérstakt. Mývargurinn fer í gegnum miklar og að því er virðist ófyrirsjáanlegar sveiflur í stofnstærð. Nýlegar rannsóknir hafa samt sýnt að frekar einföld líkön geta útskýrt sveiflurnar í stofni mýsins, sem er undirstöðu fæða bæða fiska og fugla í vatninu (sjá umfjöllun NY Times, eldri bloggfærslu, og nánari upplýsingar um Mývatn má nálgast á vefsíðu Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn).

Áhrif mývargsins eru ekki bundin við fiska og endur sem veiða flugur eða lirfur í vatnsmassanum. Lífmassi í mýskýjunum er umtalsverður og einhver hluti flugnanna fýkur inn á land og nærir bakka vatnsins og umlykjandi svæði. Venjulega er streymi næringar frá þurrlendi út í vötn og ár, en það virðist sem Mývatn sé undantekning.

David Hoekman nýdoktor við Skordýrafræðideild Háskólans í Wisconsin (Department of Entomology University of Wisconsin) hefur verið að rannsaka áhrif mývargsins á þurrlendis vistkerfi umlykjandi vatnið. Hann mun halda erindi um rannsóknir sínar og samstarfsmanna sinna næstkomandi þriðjudag, 30 júní 2009, kl 13:00 í stofu 130 í Öskju, Náttúrufræðihúsi HÍ. Meðfylgjandi er enskt ágrip frá David, og mjög svo grípandi titill þess:

PUTTING THE MÝ IN MÝVATN:

Midges deliver resource pulses from aquatic to terrestrial food webs

Every summer millions to billions of midges emerge from Mývatn and deliver a pulse of nutrients to the surrounding landscape.  This phenomenon provides an opportunity to study the linkages between lakes and land.

An interdisciplinary team of researchers from the University of Wisconsin has been studying the effects of midges on the plants and arthropods around lakes in northern Iceland.  The seminar will summarize our recent research findings.  All are welcome.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband