Leita í fréttum mbl.is

Þróun haustsins 2009

Í tilefni afmælis Darwins og þess að 150 ár verða í haust liðin frá útgáfu Uppruna tegundanna höfum við staðið fyrir margskonar atburðum. 12 febrúar héldum við málþing um manninn og eðli hans og ritgerðasamkeppni um Darwin og þróun lífsins með Hin íslenskanáttúrufræðifélagi og Hinu Íslenska bókmenntafélagi.

Í sumar og haust munum við standa fyrir fyrirlestraröð um þróun og Darwin. Fyrstur ríður á vaði Montgomery Slatkin, með erindi næstkomandi mánudag 6 júlí 2009 (sjá tilkynningu).Hann mun fjalla um erfðamengi Neanderthalmannsins sem verið er að raðgreina. Monty mun einnig halda fyrirlestur daginn eftir um rannsóknir sínar á arfgengi flókinna sjúkdóma.

Aðrir fyrirlestrar sem komnir eru á fast fyrir haustið er:

29 ágúst - Peter og Rosemary Grant - Finkur Darwins og þróun

3 október - Guðmundur Eggertsson - Uppruni lífsins*

31 október - Joe Cain - Kenning Darwins*

28 nóvember - Linda Partridge - Þróun og öldrun*

Við stefnum að því að bæta við innlendum fyrirlesurum og halda sérstaka ráðstefnu um þróun þetta haust. Auk þess verður einnig fjallað um innlendar rannsóknir á þróun, og aðrar rannsóknir í líf, læknis og umhverfisfræði, á Líffræðiráðstefnunni 6 og 7 nóvember 2009.

*Ekki eru komnir endanlegir titlar á alla fyrirlestrana, en við tilgreinum megin rannsóknarviðfangsefni viðkomandi vísindamanna.

Fyrirlestraröðin er styrkt af rektor Háskóla Íslands, líffræðistofnun HÍ og líf og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Mikið lýst mér nú vel á þetta. Reyni að mæta eins og ég get. Líka gaman að geta hugsanlega spjallað við einhverja af þessum fyrirlesurum í Vísindaþættinum.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 2.7.2009 kl. 14:22

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Það væri ekki verra, allir vísindamennirnir eru mjög vel talandi og segja vel frá. Þeir kæmu örugglega ágætlega út í útvarpi.

Arnar Pálsson, 3.7.2009 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband