10.7.2009 | 13:26
Frá flugum til manna og sveppa.
Orkusnauður en næringaríkur matur (caloric restriction) eykur lífslíkur sveppafruma, flugna og þráðorma. Þessi hugmynd var fyrst sett fram af Clive M. McCay og Mary F. Crowell sem rannsökuðu næringarinntöku og lífslíkur hjá rottum. Þau sáu að rotturnar sem fengu fæðu með minni orku lifðu lengur. Þess var vandlega gætt að fæðan innihéldi sama magn steinefna og vítamína.
Niðurstaða rannsóknarinnar sem rætt er um í Science kemur ekki á óvart með hliðsjón af þróunarfræðilegri afstöðu tegundanna. Mjög líklegt að það sem gildi fyrir sveppi, flugur og rottur gildi einnig fyrir mannapa (þar á meðal okkur!).
Með erfðafræðilegum tilraunum hefur komið í ljós að boðferli sem tengjast orkunýtingu og búskap hafa einnig áhrif á langlífi. Ber þar hæst Insúlín boðferlin. Þær niðurstöður hafa verið staðfestar í þráðormum og flugum, og e.t.v. fleiri lífverum.
Rétt er að geta þess að rannsóknin sem kynnt er í Science í dag er ekki gallalaus. Tveir megin annmarkar eru á tilrauninni.
1) Það voru notaðir frekar fáir apar. Þetta kemur til af því að það er dýrt að halda rhesusapa á fóðrum, en afleiðingin er sú að tölfræðin verður ekki jafn öflug og ákjósanlegt væri.
2) Næringargjöfin var ekki fyllilega stöðluð. Aparnir fengu ákveðin skammt af mat, grunnskammt miðað við venjulega matarþörf nokkra mánuði á undan eða minnkaðan skammt (10% minnkun á mánuði yfir þrjá mánuði til að ná 30% minni fæðu). Það er alltaf munur á því hversu mikið einstaklingar borða, henda frá sér hálfétnu eða hversu mikið þeir melta af fæðu. (sama vandamál á við um rannsóknir á flugum, það er engin leið til þess að telja seríóshringi sem ávaxtaflugur setja ofan í sig).
Miðað við þessa galla er í raun stórmerkilegt að niðurstöðurnar skuli vera jafn skýrar og raun ber vitni. En krafan hlýtur að vera um aðra og stærri tilraun. Hver er til í að sinna 300 rhesusöpum í 30 ár? Sjálfboðaliðar óskast.
Þess á einnig geta fyrir þá sem áhuga hafa á efninu að í haust (28 nóvember) mun Linda Partridge fjalla um rannsóknir sínar á öldrun. Erindið er hluti af Darwin dögunum 2009.
Caloric Restriction Delays Disease Onset and Mortality in Rhesus Monkeys Ricki J. Colman og félagar Science 10 July 2009: Vol. 325. no. 5937, pp. 201 - 204
Calorie-Counting Monkeys Live Longer eftir Michael Torrice ScienceNOW Daily News 9 July 2009
McCay, C. M.; Crowell, Mary F. Prolonging the Life Span. The Scientific Monthly, 1934, Volume 39, Issue 5, pp. 405-414 , sjá m.a. umfjöllun á Science of aging.
Hófleg neysla lengir lífið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Maður veit orðið á hvaða bloggi á að leita að frekari upplýsingum um svona fréttir, bregst aldrei.
Páll Jónsson, 12.7.2009 kl. 01:25
já, er ekki erfitt að halda því fram að óhófleg neysla næringaskerts fæðis sé holl?
Maður spyr sig
sceptic, 13.7.2009 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.