14.7.2009 | 12:22
Til hamingju SRF
Það gerist ekki á hverjum degi að íslendingur birti grein í Nature. En í þessari viku var sett á vef tímaritsins eintak af grein sem Sigríður R. Franzdóttir birti úr doktorsverkefni sínu.
Hún rannsakaði samskipti og far fruma í augum ávaxtaflugna. Hún rannsakaði þroskun taugatróðsfruma og samskipti þeirra við taugafrumur þegar augað er að þroskast. Boðferlið sem skiptir mestu máli er FGF boðferlið, sem kemur við sögu í mörgum öðrum ferðalögum fruma (bæði í flugum og mönnum). Þetta sýndi Sigríður fram á með því að kanna þroskun í flugum sem báru gallað eintak af ákveðnum genum (t.d. FGF viðtakanum, boðpróteinunum (Thisbie og Pyramus)) og með því að auka tjáningu genanna markvisst.
Þetta er dæmi um mjög flotta rannsókn sem dýpkar skilning okkar á því hvernig taugar og stoðvefur þeirra ræða saman á meðan þroskun stendur. Ef til vill getur einhver snjall fjölmiðlafulltrúi snúið þessari grunnrannsókn upp í heillandi fréttatilkynningu, um mögulega lækningu á augna sjúkdómum eða þróun frumufars, en framfarir í vísindum gerst ekki með fréttatilkynningum heldur traustum rannsóknum sem þessari.
Mynd eftir Franzdóttur og félaga í Nature. Því miður er myndin með lélega upplausn, biðst forláts á því.
Heimild:
Sigrídur Rut Franzdóttir og félagar Switch in FGF signalling initiates glial differentiation in the Drosophila eye Nature 2009, 13 July 2009, doi:10.1038/nature08167.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Jáh heldur betur til hamingu Sigríður Rut, hún er gamall vinnufélagi minn úr Kjarna og mikil gæðastúlka
Kolbrún Kolbeinsdóttir, 14.7.2009 kl. 19:20
Kolla
Auðvitað, frábærlega er Akureyri (og þar með restin af veröldinni) lítil. Þau eru greinilega nokkur kjarnakvendin að norðan.
Arnar Pálsson, 15.7.2009 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.