15.7.2009 | 09:11
Vel gert Bergþóra
Þetta er ein best skrifaða vísindafrétt sem ég hef séð á mbl.is í háa herrans tíð. Hún tekur á mikilvægu máli, setur það skýrt fram og varast oftúlkanir eða æsifréttastílinn sem stundum loðir við vísindafréttir. Það verður að viðurkennast að undirritaður veldur móðurmálinu ekki mjög vel, en ég kann að meta þann skýra stíl sem Bergþóra Njála ritar í (það er til fyrirmyndar að hún kvitti undir). Vel gert Berþóra.
Fréttin um H1N1 er mun betri en endurprentun fréttatilkynninga (Ný uppgötvun í erfðaprófi ÍE og grein um rannsókn Hjartaverndar [f]inna gen sem tengist gáttaflökti). Þetta væri í sjálfum sér ekki tíðindavert, mbl.is stundar það að birta fréttatilkynningar meira eða minna óbreyttar. Það sem gerir þetta svona vandræðalegt er að báðar rannsóknirnar voru að rannsaka sama sjúkdóminn (gáttaflökt), fundu tengsl við sama gen (ZFHX3) og birtu rannsóknirnar í sama vísindariti (Nature Genetics). Alvöru ritstjórar hefðu fattað að þarna væri skemmtilegt efni, tveir íslenskir hópar komast að sömu niðurstöðu um mikilvægan sjúkdóm og birta samhliða í virtu tímariti.
Heimild í Nature um "svínaflensun":
Yasushi Itoh og félagar In vitro and in vivo characterization of new swine-origin H1N1 influenza viruses 2009 Nature, 13 júlí.
Vefgátt The Guardian um H1N1 veiruna.
Frumheimildir greina ÍE og Hjartaverndar.
Benjamin og félagar Variants in ZFHX3 are associated with atrial fibrillation in individuals of European ancestry 2009 Nature Genetics.
Daniel F Gudbjartsson og kameratar A sequence variant in ZFHX3 on 16q22 associates with atrial fibrillation and ischemic stroke 2009 Nature Genetics
Ýmsar hliðstæður við spænsku veikina 1918 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:28 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.