Leita í fréttum mbl.is

Franzdóttur líffræðing

Vill bara óska Sigríði aftur til hamingju með áfangann.

Áður en fólk fer að klappa fyrir lipurlega skrifaðri frétt frá mbl.is er vert að geta þess að hún er í raun endurprentun á fréttatilkynningu frá lífvísindasetri HÍ. Kosturinn við þá tilkynningu er reyndar sá að mynd af Sigríði fylgir, sem tryggir að hún fær engan frið á golfvellinum og í kokteilboðunum næstu vikuna því hún er orðinn frægur vísindamaður.

Húrra fyrir Sigríði, Thisbie, Pyramus, heartless og breathless.  Thisbie og Pyramus eru FGF boðsameindirnar, á meðan heartless og breathless skrá fyrir viðtökum þeirra. Við þroskun tauganna í auganu skiptir heartless mestu máli. Nafn gensins er samt komið til vegna þess að það fannst fyrst í flugum sem vantaði hjarta. Breathless fannst í flugum sem voru með skert loftæðakerfi. Genin koma samt við sögu í þroskun margra annara líffæra og vefja.


mbl.is Nature birtir grein eftir Sigríði Rut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband