Leita í fréttum mbl.is

Skörp gagnrýni á umgjörð íslenskra vísinda

Einar Steingrímsson, prófessor við Háskóla Reykjavíkur birti í morgublaði laugardagsins 18 júlí 2009 snarpa gagnrýni á umgjörð vísindastarfs á Íslandi. Greinina má lesa á vísindi.blog.is og einnig var rætt við Einar í morgunvakt útvarpsins í dag 20 júlí.

Einar gagnrýnir ýmislegt sem miður hefur farið í rekstri Háskóla Íslands og Reykjavíkur, umgjörðinni sem Menntamálaráðaneytið hefur skapað og starfi Rannsóknaráðs Íslands. 

Hann tekur dæmi um Markáætlun um öndvegissetur sem var svo sannarlega illa hönnuð til að byrja með og illa framkvæmd.

Ég er ekki sammála Einar með allt, t.d. held ég að það gagnast háskólunum lítið að ráða fullt af fræðimönnum, það þarf að skaffa þeim starfsgrundvöll og almennilegt umhverfi.

Vandamálið við Háskólanna er líklega það að þeir eiga að þjóna tvennskonar hlutverki, rannsóknum og menntun. Þeir sem sjá um rekstur háskólanna eru sjaldnast þeir sem hafa mikla reynslu af rannsóknum á alþjóðlegum vettvangi. Það er vandamál sem Einar bendir á og sem við þurfum að leysa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæll Arnar og takk fyrir skemmtilega pistla. Ég var í Háskóla Íslands í fjögur ár og mér fannst slæmt hve lítill agi var á kennurum þar. Sumir komust upp með mjög léleg vinnubrögð ár eftir ár meðan aðrir sem stóðu sig vel fengu enga umbun.  Reikna með að sama sagan sé varðandi rannsóknarhliðina, þ.e. það vanti alla frammistöðukröfu og menn geti komist upp með slux og jafnvel verið að vinna í öðru meðfram.

Þorsteinn Sverrisson, 23.7.2009 kl. 21:06

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Þorsteinn

Ég tek undir gagnrýni þína á kennsluna, hún mætti vera betri á mörgum vígstöðvum. Ég hef reyndar upplifað verra úti í heimi, en það er engin réttlæting fyrir því að slaka á.

Það er reyndar frammistöðukrafa í rannsóknum en margt má finna að því kerfi sem hvetur til magns frekar en gæða.

Kaldhæðnin í þessu er að oft eru ráðnir góðir vísindamenn, sem stunda góðar rannsóknir en sem geta ekki kennt. 

Okkur vantar fleiri útgáfur af kennarastöðum, gefa þeim sem eru virkilega góðir í rannsóknum lausari taum (frá kennslu) og þeim sem betri eru í kennslu en rannsóknum tækifæri á að gera sitt besta.

Arnar Pálsson, 30.7.2009 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband