28.8.2009 | 13:25
Klónaðir bananar
Velflestar bananaplöntur sem ræktaðar eru í heiminum hefur verið fjölgað með græðlingum, en ekki með fræi. Vísindamenn hafa lengi varað við hættunni af þessu, því slík einræktun veldur því að lítill breytileiki finnst í stofninum. Ef enginn breytileiki er til staðar þá er allur stofninn í hættu, ef pestir ná fótfestu.
Þess vegna eru það mjög alvarlegar fréttir að tvær plágur herji nú á bananaekrur í Afríku. Erfðabreytileiki er ekki bara áhugamál þróunarfræðinga og vistfræðinga, heldur lífsnauðsynleg auðlind.
Ítarefni:
Banana diseases hit African crops Thursday, 27 August 2009
Lack of Sex Life Threatens Banana Crops Steve Conner The Independent July 27, 2001 (af vef national geograpic)
Bananauppskera í Afríku í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Erfðabreytingar og ræktun, Erfðafræði | Breytt 9.9.2009 kl. 16:25 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Athyglisvert.
En ætli Egill Helgason ráði þarna ríkjum? Hann treystir auðvitað ekki vísindamönnum til að benda á hættur.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 28.8.2009 kl. 13:56
Ég treysti mér ekki að segja til um hversu víða áhrifa Egils Helgasonar ná, en þau virðast teygja sig eitthvað upp eftir Miklubrautinni.
Arnar Pálsson, 28.8.2009 kl. 14:03
Ég las einhvern tímann að bananauppskera hefði gjörsamlega hrunið um miðja 20. öld vegna sveppasýkingar og að lokum hefði verið skipt um "tegund" (útsæði? afbrigði?), frá s.k. "Gros Michel" í "Cavendish" banana, til að ná uppskerunni aftur á strik. Skyldi þetta koma fyrir aftur bráðlega?
Rebekka, 31.8.2009 kl. 11:20
Rebekka
Svona einsleit ræktun er í mikilli hættu. Ef við værum skynsamari myndum við rækta fleiri afbrigði og undirtegundir, sem myndi skila sér í margfallt fjölbreyttari fæðu!
Arnar Pálsson, 3.9.2009 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.