Leita í fréttum mbl.is

Ágrip fyrir líffræðiráðstefnuna

15 september næstkomandi rennur út frestur til að senda inn ágrip á líffræðiráðstefnuna.

Hún verður haldin 6 og 7 nóvember 2009, í Öskju, Norræna Húsinu og sal Íslenskrar erfðagreiningar.

Venjulega er afskaplega gaman á líffræðiráðstefnunni, margskonar yfirlitserindi og flestir af framhaldsnemunum kynna sína rannsóknir. Eðlilega spannar ráðstefnan allt frá lýsingu á nýjasta krabba Íslands til stofnfruma í hjartavöðva, með eðlilegri viðkomu í lundabyggð Látrabjargs, þorskgöngum Faxaflóa og bakteríudrepandi prótínum í lungnaþekju.

Nánari upplýsingar um form ágripa, netföng til að senda þau í og skipulag ráðstefnunar má finna á nýrri vefsíðu líffræðifélagsins (biologia.hi.is).

Hápunktur skemmtanalífs Reykjavíkurborgar og nærliggjandi sveita (ath. Mosfellsborg er undanskilin) er síðan Haustfagnaður líffræðifélagsins, sem fram fer laugardagskvöldið 7 nóvember.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er það mega "útlendingar" taka þátt?  Ég var að spá hvort maður ætti að senda inn abstrakt og reyna að fá að halda erindi um doktorsverkefnið mitt...

Erna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 22:32

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Auðvitað Erna

Og ef þú veist af fleirum erlendis sem hefðu áhuga, hringlaðu þá endilega í þá!!!

kv-AP

Arnar Pálsson, 12.9.2009 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband