Leita í fréttum mbl.is

Vísindin í daglegu lífi

Sjaldan var rætt um Norman Borlaug úti á götu. Framlag hans og þeirra sem stóðu að grænu byltingunni er samt stórkostlegt, þótt vitanlega kunni ekki allir að meta það.

Margir vísindamenn stunda rannsóknir í hagnýtum sviðum, sem tengjast t.d. nýtingu náttúrulegra stofna, rannsóknum á sjúkdómum eða nytjaplöntum.  Aðrir stunda rannsóknir sem miða að því að svara grundvallarspurningum. Slíkar rannsóknir kunna að virðast hin mesta endaleysa og tímasóun, en sagan geymir mörg dæmi um grunnrannsóknir sem síðar öðluðust mikið hagnýtt gildi. Tvö dæmi um slíkt er erfðafræðin og þróunarfræðin. Hvernig geta rannsóknir á mismunandi skjaldbökum á Galapagos gagnast mannkyninu, eða tilraunir á hæð og áferð baunaplantna gagnast mannkyninu?

Viðfangsefni Darwins var breytileiki í náttúrunni, og Mendels grundvallarlögmál erfða. Þegar lögmál Mendels enduruppgötvuðust og voru sameinuð þróunarkenningunni, varð til ótrúlega öflugt fræðisvið, stofnaerfðafræðin*. Hún hjálpar okkur að skilja þróun tegunda og erfðir sjúkdóma en einnig að stýra ræktun afbrigða og leita uppi nýjan erfðabreytileika sem getur nýst í framtíðinni.

Framlag plönturæktenda síðustu aldar byggðust á stofnerfðafræðinni, áherslu á erfðabreytileikann, framförum í efnafræði og tæknivæðingu landbúnaðar. Velmegun sem vesturlandabúar lifa við í dag væri ekki möguleg án grænu byltingarinnar. Byltingin er ekki án fórna, en gott er að ímynda sér hvar við værum ef hennar hefði ekki notið við.

*Strangt tiltekið urðu til tvö náskyld fræðasvið, stofnerfðafræðin (population genetics) og magnbunda erfðafræðin (quantitative genetics).


mbl.is Faðir grænu byltingarinnar látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband