Leita í fréttum mbl.is

Lífsins tré

Fjölbreytileika lífvera má útskýra með aðlögun þeirra að umhverfinu og þeirri staðreynd að þær eru allar af sama meiði. Tilgátan um lífsins tré var í upphafi studd upplýsingum um útlit lífvera, innri byggingu og lífeðlisfræði. Raðgreiningar á prótínum og genum hafa staðfest þessa tilgátu.

Þótt við vitum að allar lífverur á jörðinni skipi sér í lífsins tré er björninn ekki unnin. Við vitum nefnilega ekki allt um byggingu trésins, aldur greina og skyldleika margra hópa. Flokkunarfræðin gengur út á að prófa tilgátur um skyldleika lífvera, með margskonar aðferðum. Eru mörgæsir skyldari hröfnum eða mávum, er frumdýrið Giardia skyldara sveppum eða mönnum? og þar fram eftir götunum. Slíkar óleystar ráðgátur afsanna ekki á nokkurn hátt þróunarkenninguna, frekar en sú staðreynd að við þekkjum ekki allar stjörnir og plánetur í veröldinni afsannar þyngdarlögmálið.

Okkar besta þekking um lífsins tré er aðgengileg á vefsíðu Tree of life verkefnisins (http://tolweb.org/tree/).

Rúv sýnir í kvöld þátt um tré lífsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Flott síða (tolweb.org), vinn ekki meira í dag ef ég fer að skoða hana

Annars verð ég að muna eftir endursýningunni á þessum þætti, 20. sept., því það var verið að bjóða mér í bíó í kvöld á District 9.

Annars er RÚV búið að vera með mikið af áhugaverðu efni upp á síðkastið.  Gott framtak hjá þeim.

Arnar, 14.9.2009 kl. 13:12

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Ég er sammála, Rúv stendur sig ágætlega þessa dagana.

Takk fyrir áminninguna, þátturinn verður endursýndur sunnudaginn 20 september kl 14.50.

Þátturinn olli ekki vonbrigðum. Hann var yfirgripsmikill, skýr og ríkulega myndskreyttur. Helsti ljóðurinn var tölvugrafíkin í blálokin, sem kemur að öllum líkindum til með að eldast illa.

Arnar Pálsson, 15.9.2009 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband