16.9.2009 | 13:25
Sjúkdómurinn er öndunarfærasýking
...bakterían heitir Mycobacterium avium. Ekki eins og sagt var í mbl.is:
Í um 30% af sturtuhausunum var umtalsvert magn af örverum sem tengjast hættulegum lungnasjúkdómi er nefnist mycobacterium avium, (feitletrun okkar)
Eins og rætt er á breska heilbrigðis og félagsvefnum (www.nhs.uk) ættu þessi tíðindi ekki að koma fólki úr jafnvægi. Bakteríur eru alls staðar, og þótt að sumar bakteríur finnist á vissum stöðum frekar en öðrum er engin sérstök ástæða til ótta.
Nokkrir punktar skipta miklu máli í því samhengi.
Það var EKKI sýnt fram á að M. avium úr sturtuhausum auki líkurnar á sýkingu.
M. avium virðist ekki berast með gufum eða lofti, heldur haldast í vatninu.Það var ekki rannsakað hvort þessi baktería finnist einnig í baðkrönum.
Rannsóknin tók til 45 sturtuhausa í 9 borgumí BNA, þ.e. rannsóknin var lítil og e.t.v. ekki mjög lýsandi.
Ég verð að lýsa því yfir hér með, NHS.uk er nýja uppáhaldssíðan mín.
Ítarefni
Shower heads and lung disease. www.nhs.uk
Stórvarasamir sturtuhausar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Hafðu þökk fyrir þessar upplýsingar,fróðlegt og takk aftur.
Númi (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 21:22
Takk. Mér finnst Mbl oft vera vísa í ansi litlar og órökstuddar rannsóknir. Svo eru rannsóknir oft mjög villandi og selja þér bara "versta" eða "besta" partinn, en taka aldrei fram t.d. takmarkanir á rannsókninni o.s.frv.
Fannar (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 22:46
DV slær nú allt út : Sturtur skaðlegar heilsu.
Og hana nú.
Bíð spenntur eftir því að þeir birti frétt um 'Neysla matar skaðleg heilsu' þar sem allar vísbendingar benda til þess að fleirri drepist við það að kafna þegar þeir eru að borða heldur en þeir sem drepast við það að fara í sturtu og fá bunu af bakteríum framan í sig.
Arnar, 17.9.2009 kl. 09:30
Þetta er stórbrotið. DV stendur vörð um heimsku þjóðarinnar.
Arnar Pálsson, 17.9.2009 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.