Leita í fréttum mbl.is

Forfaðir Tyrannosaurus rex var dvergur

Einn af forfeðrum T. rex, eðla sem kallast Raptorex, var mjög smágerð "risaeðla". Engu að síður var hauskúpan mjög áþekk, sbr. mynd af vef BBC.

_46397104_raptorex

 Margir sköpunarsinnar afneita þeirri staðreynd  að lífverur geti átt sér sameiginlegan uppruna.  Hvernig er hægt að komast að annari niðurstöðu þegar maður ber saman höfuðkúpur þessara tveggja eðla?

Forvitnilegasta ályktun þessa hauskúpufundar snýr að formi T. rex. Margir hafa haldið því fram að stærð risaeðlanna hafi sett vexti þeirra og byggingu ákveðnar skorður*. Sú staðreynd að Raptorex er með mjög áþekka byggingu og T.rex sýnir að uppáhalds risaeðla allra drengja er ekki aflöguð vegna risastærðar sinnar. Risaeðluáðdáendum á öllum aldri hlýtur að vera létt.

Ítarefni:

Ed Young gerir fundinum góð skil í pistli " Raptorex shows that T.rex body plan evolved at 100th the size".

Sjá einnig umfjöllun Judith Burns á BBC, Tiny ancestor is T. rex blueprint

*Svona rétt eins og það er ómögulegt að byggja hús jafnhátt Esjunni úr timbri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Sköpunarsinnar eiga nú örugglega eftir að segja að þetta sé fölsun, eitthvað allt annað dýr ótengt T.Rex, bara ung-eðla, að það sé eðlilegt að dýr stækki og minnki eftir einhverjum aðlögunum á umhverfi (og segjast hafa mörg dæmi um slíkt) eða þetta sé nú ómerkilegt því að eðlurnar hafi nú örugglega haft allt í genunum til að geta verið stórar og litlar eftir því hvað hentaði best.

Arnar, 21.9.2009 kl. 13:00

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Þeir reyna örugglega að þyrla upp einhverju ryki, en það er nú einusinni þeirra von og vandi.

Mér finnst bara stórkostlega hversu mikill munur er á þyngd eðlanna, 100 faldur, frá 60 kg upp í 6000 kg. 

Arnar Pálsson, 21.9.2009 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband