Leita í fréttum mbl.is

Spennandi vísindavaka

Mér þykir rétt að benda fólki á að næstkomandi föstudag 25 september 2009 verður haldin vísindavaka í Hafnarhúsinu. Hún er aðallega hugsuð fyrir ungt fólk, frá 5 og uppúr, en mér sem foreldri fannst einnig mjög gaman að því að skoða allt sem boðið var upp á.

Á vökunni verður boðið upp á margskonar forvitnilegheit. Kynningarbæklingur sem fylgdi fréttablaðinu í morgun sýndi myndir af neðansjávarhverum, véltaugum, sprengingum og beinagrindum. Nemendur í líffræði og náttúrustofur HÍ (t.d. í Sandgerði) munu sýna sjávardýr, m.a. Grjótakrabba nýlegan landnema við Ísland og skýra hvernig hægt er að nota DNA til að greina uppruna tegunda.

Vísindavakan sýnir einnig hversu fátæk við erum hér á Íslandi, að hér skuli ekki vera stórt og ríkulegt náttúrufræði og vísindasafn. Við eigum nokkrar ágætar náttúrustofur, sú í Kópavogi líklega glæsilegust, og húsdýragarðinn með fiska og vísindatjaldinu. Mér þætti frábært ef hér væri allsherjar vísindasafn, svona íslensk blanda af Museum of Science and Industry og American Museum of Natural History.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband