Leita í fréttum mbl.is

Lífklukka í þreifaranum

Ég hef ekki tíma til að kryfja fréttina til þrautar. Vísa ykkur á BBC þar sem fjallað er um hvernig lífklukka keisarafiðrilda virðist skipta mestu máli fyrir ratvísi þeirra. Fiðrildin fljúga mörg þúsund mílur frá Mexíkó til BNA, ekki svipað og farfuglar gera. Það er ekkert smá afrek fyrir hryggleysingja.

Ef þreifaranir eru fjarlægðir þá fljúga þær stefnulaust. Í ljós kemur að þær eru með lífklukku í þreifaranum. Ímyndið ykkur að vera með lífklukku í einhverjum húðsepa, eyrnasnepli t.d.

Frétt BBC - Butterflies carry 'GPS clock' in their antennae

Antennal Circadian Clocks Coordinate Sun Compass Orientation in Migratory Monarch Butterflies
Christine Merlin, Robert J. Gegear, and Steven M. Reppert Science 25 September 2009: 1700-1704.
Ágætis umfjöllun eftir Charalambos P. Kyriacou - einnig kallaður Bambos (grínlaust, heyrði hann sjálfan segja það!) - Unraveling Traveling Science 25 September 2009: 1629-1630.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband