28.9.2009 | 17:47
Síðasta vísindafrétt mbl.is?
Síðan 24 september hefur ekki verið færð til vef ný frétt um tækni og vísindi á vef mbl.is.
Það er tæpt ár síðan visir.is sturtaði niður sinni vísindasíðu, og e.t.v. hefur mbl.is tekið sama kúrs með nýjum ritstjórum.
Vonandi er fréttamaðurinn sem sinnir þessu starfi bara læstur inni á klósetti (hleypið manninum út) eða heima með kvef.
Kannski væri sniðugara að fækka íþróttafréttamönnum um einn, og setja inn einhvern sem getur miðlað vísindalegum framförum af þekkingu og ástríðu?
Samgöngumáti framtíðarinnar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Góð ábending. Það er ótrúlegt hvað þetta svið fær alltaf litla umfjöllun og óvandaða - sérstaklega miðað við yfirþyrmandi fréttaflutninginn af íþróttum, sem dæmi.
Margir bloggara með vísindaáhuga gera meira og betur en þessi dálkur Moggans.
Ég er aðeins að spá í vísinda-siðfræði fyrir kuklara mín megin, endilega segðu þína skoðun, Arnar.
http://kt.blog.is/blog/kt/entry/955998/
mbk,
Kristinn Theódórsson, 28.9.2009 kl. 19:57
Mikið er ég hjartanlega sammála þér. Það leynist einn og einn þarna innan um sem hefur áhuga á vísindum. Vonandi hefur þeim ekki verið sagt upp. Líst vel á að fækka íþróttafréttamönnum, nú eða slúðurdálkahöfundunum. Það væri líka ráð að fjarlægja stjörnuspána fyrir daglegan dálk um vísindi.
Við höfum stundum tekið upp á að útbúa fréttir og senda á fjölmiðlana, það hefur stundum skilað sér mjög vel. Þessar fréttir eru augljóslega lesnar því við fáum þúsundir heimsókna út á þær, ef vísað er á okkur. Fólk hefur greinilega áhuga, það vantar ekki.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 28.9.2009 kl. 23:37
Vísindafréttamaðurinn rekinn...?
Haraldur Rafn Ingvason, 28.9.2009 kl. 23:38
Blessunarlega öskruðum við á úlf sem ekki reyndist raunverulegur.
Vefsafnið er mjög forvitnilegt.
Arnar Pálsson, 29.9.2009 kl. 09:15
Þar að auki hefur vísindadálkur mbl (og Morgunblaðsins) ávallt verið hræðilega unninn - hroðvirknislega þýddar greinar af einstaklingum sem hafa oft engan skilning á hugtökum sem hinar erlendu fréttir greina frá. Hættum að lepja upp sullið sem þessi fjölmiðill býður okkur og leitum vísindafrétta annars staðar. Sem dæmi má nefna hina prýðilegu síðu www.visindin.is sem áhugamenn settu upp. Hún er hundrað sinnum betri en Mogginn.
Kristján Hrannar Pálsson, 29.9.2009 kl. 10:30
Já, www.visindin.is er ágæt síða, en mætu vera fleirri uppfærslur (örari.. styttra á milli). Td. ekkert nýtt komið í 7 daga núna.
Ég fæ ágætis útrás fyrir mína vísindafíkn (sem snýr aðallega að tölvu-, tækni- og geimfréttum) aðallega á www.sciencedaily.com og www.newscientist.com. Engan vegin hægt að treysta á mbl eða aðra slíka fréttamiðla á hér á íslandi.
Arnar, 29.9.2009 kl. 11:14
Ég er ánægður með að visindi.is skuli hafa farið af stað. Ég held að þau séu með besta formið, hafa marga pistlahöfunda og reyna að spanna það svið sem þeir eru sterkri á.
Vonandi verður einhvern tíman til heildarsíða fyrir vísindi á íslandi, þar sem saman verða dregnar nýjustu uppgötvanir, fréttatilkynningar frá rannsóknarstofnunum (hafró, HÍ, HR) og fyrirtækjum, tilkynningar um fyrirlestra, ráðstefnur og námskeið, umsóknarfresti fyrir styrki og þess háttar.
Gáttin ætti að vera aðgengileg öllum, nemum og fullorðnum.
Nafni.
Ég næ að seðja mína þörf á erlendum síðum, en síðan fattar maður að það er hellingur af sniðugu í gangi hérna heima, sem maður vissi ekki af.
Arnar Pálsson, 29.9.2009 kl. 12:17
Já, örugglega hellingur af sniðugum hlutum í gangi hérna heima. Bara erfitt að nálgast efnið. Svona gátt eins og þú nefnir væri alveg frábær, oftar en ekki ertu íslenskar vísinda-/fræðigreinar aðeins gefnar út í sérhæfðum fagtímaritum og lenda því oftar en ekki aðeins á borðum annara í sama fagi en nær ekki útbreiðslu til 'almennings'.
Arnar, 29.9.2009 kl. 15:36
Þeir hjá mbl.is hafa tekið þetta tilsín og keppast nú við að dæla út Tækni og vísinda fréttum Komnar fimm í dag.
Arnar, 29.9.2009 kl. 15:48
En eins og Kristján bendir á eru þær flestar með fyrra lagi. Fréttin af risafisknum úr Yangtze var snarað í hasti af BBC.
Arnar Pálsson, 29.9.2009 kl. 16:02
Í tímaritinu Undur alheimsins sem gefið var út í tilefni stjörnufræðiársins eru nokkrar frumsamdar greinar eftir íslenska vísindamenn. Þar fjalla þeir um sín viðfangsefni á mannamáli. Blaðið fæst í öllum helstu verslunum sem selja tímarit. Það er íslensk framleiðsla frá A-Ö og um að gera að styðja við svona útgáfu, þá er ástæða til að reyna að gera slíkt aftur.
Við á Stjörnufræðivefnum reynum eftir bestu getu að flytja fréttir af einhverju merkilegu úr himingeimnum. Því miður er oftast skortur á tíma valdur þess að við náum ekki að setja inn fleiri fréttir á viku.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 29.9.2009 kl. 20:17
Mjög hvetjandi að sjá umræðuna hérna.
Vísindin.is var stofnuð því við töldum þörf fyrir þetta á íslandi, mbl og vísir voru alls ekki að standa sig og er það okkar markmið að bæta það.
Það er smá skipulagsvinna búinn að vera í gangi uppá síðkastið og skýrir það lægðina.
Mér þykir ánægja að segja ykkur að það er búið og er allt farið á fullt aftur og eru markmiðin háfleyg ;)
www.visindin.is
Vísindin.is, 30.9.2009 kl. 07:41
Stjörnuskoðunarvefurinn og Vísindin.is eru einmitt í bookmarks hjá mér og ég les (flest) allt sem þið skrifið þar. Hef ekki séð Undur Alheimsins, svo ég muni eftir, en kaupi oft Lifandi Vísindi. Það er reyndar mis-áhugavert og stundum fljót lesið.
Arnar, datt engum í hug að taka Darwin fyrirlestrana upp (vídeó) og setja á netið? Svona svipað og TED.
Arnar, 30.9.2009 kl. 11:08
Nafni
Visindin og stjörnuskoðun eru líka í uppáhaldi hjá mér.
Þetta er ágæt hugmynd, sem við höfum hvorki fengið né rætt.
Ræði þetta við hina "Darwinsitana".
Ef þú átt græju, ertu velkominn!
kv,A
Arnar Pálsson, 30.9.2009 kl. 11:49
Heh, á enga græju. Er ekki mikið í svona upptöku/mynda pælingum.
Og var reyndar akkurat að bölva því í gærkvöldi, að fyrirlestrarnir væru ekki aðgengilegir eftir á á netinu, þegar ég fattaði að ég kemst ekki á fyrirlesturinn á laugardaginn.
Arnar, 30.9.2009 kl. 12:51
Það eru að minnsta kosti hljóðupptökugræjur í Háskólanum. Ég er í einu námskeiði þar sem allir fyrirlestrar eru teknir upp.
Jóhannes (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.