Leita í fréttum mbl.is

Hvernig varð lífið til?

Á morgun, laugardaginn 3 október 2009 mun Guðmundur Eggertsson halda erindi um uppruna lífsins. Guðmundur gaf í fyrra út bók hjá Bjarti, sem heitir Leitin að uppruna lífs, líf á jörð, líf í alheimi (sjá umsögn). Fyrirlesturinn hefst kl 13:00 og er í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ (gengið inn Norrænahús-megin).

Guðmundur er sérstaklega góður penni og ekki verri fyrirlesari. Ég man sérstaklega eftir því hversu myndrænir og skýrir fyrirlestrar hans í erfðafræði voru. Það er auðvitað mikilvægt, því viðfangsefnið er bæði smásætt og á vissan hátt framandi (eindir á litningum sem hafa áhrif á útlit, með því að afrita streng (DNA) yfir í streng (RNA)). Þetta var fyrir daga skjávarpa og powerpoint. Guðmundur hefur reyndar tileinkað sér þá tækni, m.a. í erindi sem hann hélt um Watson og Crick síðla vetrar.

Guðmundur er ekki feiminn við að slá á létta strengi í kennslu. Hann kippti vanalega með einni eða tveimur vísindaskrýtlum á glæru, og laumaði stundum bröndurum inn í fyrirlestrana. Uppruni lífsins er auðvitað grafalvarlegt mál sem ekki ber að hafa í flimtingum, frekar en lífsbaráttu sóleyjanna og lauslæti partíprótína.

Pistillinn tók örlítið hliðarskref hér, en ég vill hvetja fólk til að koma og hlýða á Guðmund, hann gerir tilgátum um uppruna lífs greinagóð skil.

Fyrirlesturinn er hluti af Darwin dögunum 2009, upplýsingar um aðra fyrirlestra má sjá á darwin.hi.is.

Ítarefni:

Heyra má viðtal sem Björn Berg Gunnarsson og Sævar Helgi Bragason á útvarpi sögu tóku við Guðmund á stjörnufræðivefnum (þáttur 44).

Grein Guðmundar í Náttúrufræðingnum um uppruna lífs (endurprentuð á stjörnufræðivefnum).

Á vísindavefnum: Svar Guðmundar við spurningunni hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?

og svar Einars Árnasonar við spurningunni hver var fyrsta lífveran á jörðinni?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Stjörnufræðivefurinn er líka með upptöku af viðtali við Guðmund úr vísindaþættinum á útvarp Sögu (http://www.stjornuskodun.is/visindathatturinn)

Verð víst að láta mér það duga, á að vera mættur með strákinn á körfuboltamót kl 1330.  Nema náttúrulega RHI geti lánað ykkur upptökubúnað

Arnar, 2.10.2009 kl. 09:56

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Erum ekki búin að redda útbúnaði. Vikan hefur farið í vitleysu, ég meina skrif á styrkumsóknum.

Arnar Pálsson, 2.10.2009 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband