2.10.2009 | 11:51
Talið er að...
Merkilegt hvernig lítil orð geta breytt merkingu setninga.
Kaare Christensen við öldrunarannsóknarstofnun háskólans í suður Danmörku (Danish Ageing Research Centre at the University of Southern Denmark) kannaði gögn um lífslíkur í auðugari löndum.
Samkvæmt rannsókninni hefur meðal lífaldur hækkað stöðugt, og virðist aukningin ekki vera í rénum.
Gert er ráð fyrir því að ef hækkunin heldur áfram þá sé möguleiki á að "meira en helmingur allra barna sem nú fæðast í auðugum iðnríkjum mun[i] ná 100 ára aldri".
Vandamálið er að um framreikning (extrapolation) er að ræða. Vitanlega geta spálíkön virkað, en það verður að taka tillit til veruleikans. Þó menn hlaupi 100 metra alltaf á styttri og styttri tíma, þýðir það ekki að barnabarn Usain Bolt muni hlaupa 100 metra á 1 sekúndu, eða að einhver tímann geti maður hlaupið þessa vegalengd á engum eða jafnvel neikvæðum tíma.
Liffræðilega spurningin er hvort það séu efri mörk á lífvænleika mannfólks? Niðurstöðurnar sýna að betra atlæti og heilsgæsla hefur tekist að framlengja líf mjög margra. Það eru frábær tíðindi.Ítarefni
Ágrip yfirlitsgreinar Christiansen og félaga í the Lancet. Ageing populations: the challenges ahead 374 (9696), bls. 1196 - 1208, 3 okt. 2009.
Jenny Hope í Daily mail, Half of babies born in Britain's affluent homes will live until they are 100 years old
BBC Half of babies 'will live to 100'
Helmingur verður 100 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:09 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.