Leita í fréttum mbl.is

Óður til fáránleikans

Fimmfætt kind gekk inn á barinn Húllumhúbla, pantaði sér gulrótasafa og fékk það svar að eyðublað 313 hafi ekki verið rétt útfyllt.

Samkvæmt einni mest lesnu grein á vef New York Times þessara viku, þá skerpir bull gáfur. Greinin heitir "how nonsense sharpens the intellect" og var rituð af Benedict Carey.

Það er til fólk sem rannsakar bull, eða til að vera nákvæmari, hvaða áhrif bull hefur á huga fólks.

Eitt af því sem fólk hefur tekið eftir er að ef fólki finnst því vera ógnað, skerpist á þeim grunngildum sem það hefur. Ef við leyfum okkar beina tilvitnun í grein Careys (tengillinn er á ítarefni á Pubmed):

After thinking about their own inevitable death, they become more patriotic, more religious and less tolerant of outsiders, studies find. When insulted, they profess more loyalty to friends — and when told they’ve done poorly on a trivia test, they even identify more strongly with their school’s winning teams.

Travis Proulx og Steven J. Heine halda því fram að þessi hegðun sé afleiðing þess hvernig heili okkar hefur þróast. Samkvæmt þeim hefur verið valið fyrir heilum sem geta spáð fram í tímann, t.d. með því að sjá mynstur í atferli eða umhverfi.

Hvar passar fáránleikinn inn í þá mynd?

Travis og Steven halda því fram að hugurinn hafi tvær leiðir til að takast á við áföll eða mótsagnir. Ein væri sú að herðast í trúnni (á fótboltaliðið eða Búddalíkneskið) en hin væri sú að hugsun viðkomandi verði skarpari (hann verði meðvitaðari um umhverfið og getan til að greina mynstur batni).

Nýjasta rannsókn þeirra gekk út á að tveir hópar (20 nemenda) fengu tvær mismunandi sögur til aflestrar. Önnur var fáránleikasagan sveitalæknirinn eftir Kafka (the country doctor) en hin hefðbundin mótsagnalaus texti. Að lestri loknum fengu nemendurnir að spreyta sig á þraut sem gekk út á að greina mynstur í röð tákna. Þeir sem lásu söguna eftir Kafka stóðu sig betur en hinir.

Ályktunin sem þeir draga er að hugsun nemendanna sem lásu mótsagnakenndu söguna hafi skerpst, að það hafi kviknað á einhverjum stöðvum sem gerðu þá móttækilegri og skarpari.

Fyrir aðdáendur hins óvænta og fáránlega, er þetta góð tíðindi og hey fyrir hugann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Spurning hvort þetta virki eins og farið er inn á í Beau Lotto: Optical illusions show how we see (TED fyrirlestur um litaskynjun), að það sé búið að 'stilla' heilan inn á ákveðna hugsun eða hugsunarmynstur.

Ef heilinn 'býst' við 'bulli' eða einhverju svona 'skáldlegu' er hann (hugsanlega) líklegri til að sjá einhver óljós mynstur, svipað og ef heilinn 'býst' við að sjá blátt þá 'filteri' hann út aðra liti (eins og í myndbandinu, man reyndar ekki nákvæmlega litinn).

Reyndar er ein nýjasta tæknin í tölvu/rafeindafræði, Memristor, sem hagar sér nokkurn vegin svona og ég hef lesið að það (memristorinn) líkist taugafrumum.

Arnar, 9.10.2009 kl. 14:04

2 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Ég held að bull sé bráðhollt, og bullrím hjálpi börnum við máltöku og lestrarnám.

Á svona vísindasíðu er eins gott að slá engu föstu, en ég hef góða reynslu af bulli.

Hólmfríður Pétursdóttir, 9.10.2009 kl. 14:15

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk kærlega nafni og frænka fyrir ábendingar.

Persónulega finnst mér mjög gaman að bulli, og þessu öfugsnúna. Ég verð að viðurkenna að Memristor virkar á mig sem alger vöndull, ég hef enga möguleika á að meta hvort þetta sé raunveruleiki eða vandað bull.

Arnar Pálsson, 9.10.2009 kl. 15:37

4 Smámynd: Kommentarinn

Ég elska bull og hverskyns súrrealisma. Ég held það geti ekki verið annað en til bóta!

Kommentarinn, 9.10.2009 kl. 15:59

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Arnar Pálsson, 9.10.2009 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband