Leita í fréttum mbl.is

Bæklingurinn dreginn til baka

SSRI-þunglyndislyfin eru lítið betri en lyfleysa, en engu að síður hefur framleiðandinn Glaxosmith-Kline dreift bæklingum þar sem notagildi lyfjanna er hampað og lítið gert úr aukaverkunum þess.

Barátta Steindórs J. Erlingssonar hefur skilað þeim árangri að landlæknir hefur nú fengið því framgengt að bæklingur með þessum rangfærslum hefur verið fjarlægður.

Ef þið verðið þess var að þessi bæklingur, frá árinu 2000, sé ennþá stillt út hafið þá vinsamlegast samband við landlækni.

Embætti landlæknis þyrfti helst að ganga lengra og senda út opinbera tilkynningu, því leit á google með "landlæknir" og "þunglyndislyf" gaf leiðbeiningar frá 2004 um notkun þessara lyfja fyrir þunglynd börn og ungmenni.

Þegar fréttasíða landlæknis er könnuð er ljóst að ekki hefur verið fjallað um þetta mál á síðustu 3 mánuðum (H1N1 er þar fyrirferðamest).

Ég vil árétta að leiðin sem Steindór fór er heppilegasti kostur þeirra sem vilja veita læknum og heilbrigðiskerfinu aðhald og knýja fram raunverulegar breytingar.

Ítarefni,

Frétt Morgunblaðsins í heild sinni á heimasíðu Steindórs J. Erlingssonar

og pistlar um þetta efni byggðir á skrifum hans

þunglyndislyf og léleg tölfræði, framhald um þunglyndislyf og lyfjarisa og nú síðast geðröskun og lyfleysa


mbl.is Alvarlegar rangfærslur fyrirtækis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Áhugavert að lesa.

Ábending til Arnars: Hvernig eru nýju bóluefnin við svínaflensunni könnuð þegar þau koma til landsins ?

Eru þau notuð beint eins og þau koma, án rannsóknar ?

Ásæðan fyrir þessum skrifum eru einföld: Lyfjaframleiðandinn Baxter sendi vegna "slysni" mengaða bóluefnisstofna til 16 lyfjaframleiðenda!

Vonandi fáum við bóluefni sem er í lagi !

Birgir Rúnar Sæmundsson, 13.10.2009 kl. 13:00

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir Birgir

Ég bendi þér á að athuga vef landlæknis varðandi bóluefnin.

Framleiðsla bóluefna er stöðluð, rétt eins og önnur framleiðsla.

Ég ímynda mér að það sé minni líkur af hættulegum aukaverkunum af prentuðu dagblaði en bóluefni, en það þýðir ekki að líkurnar á skemmdum eða menguðum bóluefnum sé mikil.

Arnar Pálsson, 13.10.2009 kl. 13:13

3 identicon

Aumingja fólkinu sem beið þess aldrei bætur að hafa fengið svínaflensubóluefnið skelfilega árið1976 var líka sagt að það væri hættulaust og sáralitlar líkur á aukaverkunum. Aldrei skyldi treysta slíku í blindni, læknar hafa oft ekki allar upplýsingar um rökstuddar efasemdir.

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 20:30

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Inside Georg

Læknisfræði er tilraunavísindi, og tilraunalífverurnar eru við.

Við erum með regluverk sem á að sjá til þess að tilraunalyfin séu prófuð rækilega á dýrum áður, til að reyna að komast að því hvort að einhverjar aukaverkanir séu af þeim. Það er vitanlega ekki fullkomið.

Þar að utan getur alltaf verið vandamál við framleiðslu lyfja, rétt eins og við framleiðslu bifreiða, osta og tölvuleikja. Það er hægt að afturkalla bíla, fleygja ostum og strauja ónýta tölvuleiki, en því miður er skaðinn oft skeður ef sjúklingur hefur fengið slæmt lyf eða einstaklingur mengaðan skammt af bóluefni.

Læknar eiga ekki að treysta neinu í blindni, en þeir verða samt að nota það besta sem við höfum. Ég vil frekar nútíma læknisfræði með öllum hennar göllum (læknarnir eru þar innifaldir) en einhverjar miðaldarkreddur.

Arnar Pálsson, 21.10.2009 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband