Leita í fréttum mbl.is

Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands

Föstudaginn 23 október verður haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands haldin, í húsi Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1.

Ráðstefnan er til heiðurs Sveini P. Jakobssyni, jarðfræðingi á Náttúrufræðistofnun Íslands, á 70 ára afmæli hans. Flest erindin er flutt af vísindamönnum sem hafa starfað með Sveini eða á sama sviði og hann. Meðal erinda og fyrirlesara verða:

Þættir úr jarðfræði Torfajökuls, flytjandi er Kristján Sæmundsson
Eðliseiginleikar móbergstúffs
, flytjandi er Hjalti Franzson
Rennsli Gosefna undir jökli
, flytjandi er    Snorri Páll Snorrason
Hafsbotnsrannsóknir fyrir Suður- og Suðvesturlandi
, flytjandi er Ármann Höskuldsson
Steingervingar og eldgos
, flytjandi er Leifur A. Símonarson
Jarðhiti á Vestfjörðum – dreifing og uppruni
, flytjandi er Haukur Jóhannesson

Dagskráin í heild sinni (pdf) er fáanlega á vef Jarðfræðafélags Íslands

Þeim sem áhuga hafa er bent á að Ólafur Ingólfsson mun fjalla um steingervinga og þróun lífs, á Darwin dögunum 2009, og 6. og 7. nóvember 2009 verður líffræðiráðstefnan 2009.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband