21.10.2009 | 09:39
Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands
Föstudaginn 23 október verður haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands haldin, í húsi Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1.
Ráðstefnan er til heiðurs Sveini P. Jakobssyni, jarðfræðingi á Náttúrufræðistofnun Íslands, á 70 ára afmæli hans. Flest erindin er flutt af vísindamönnum sem hafa starfað með Sveini eða á sama sviði og hann. Meðal erinda og fyrirlesara verða:
Þættir úr jarðfræði Torfajökuls, flytjandi er Kristján Sæmundsson
Eðliseiginleikar móbergstúffs, flytjandi er Hjalti Franzson
Rennsli Gosefna undir jökli, flytjandi er Snorri Páll Snorrason
Hafsbotnsrannsóknir fyrir Suður- og Suðvesturlandi, flytjandi er Ármann Höskuldsson
Steingervingar og eldgos, flytjandi er Leifur A. Símonarson
Jarðhiti á Vestfjörðum dreifing og uppruni, flytjandi er Haukur Jóhannesson
Dagskráin í heild sinni (pdf) er fáanlega á vef Jarðfræðafélags Íslands
Þeim sem áhuga hafa er bent á að Ólafur Ingólfsson mun fjalla um steingervinga og þróun lífs, á Darwin dögunum 2009, og 6. og 7. nóvember 2009 verður líffræðiráðstefnan 2009.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.