22.10.2009 | 10:43
Nóbelsverðlaun fyrir norrænar rannsóknir
Það er til dálítið sem heitir Nóbelsverðlaun í læknisfræði.
Anders Jahres verðlaunin í læknisfræði sem veitt eru lækna og lífvísindamönnum, starfandi á norðurlöndum.
Mér finnst misvísandi af mbl.is að kalla þetta nóbelsverðlaun norðurlanda.
Ef líffræðifélagið færi allt í einu að gefa verðlaun í hryggleysingjum sem íslendingar rannsaka, myndum við þá kalla það nóbelsverðlaun íslands í hryggleysingjum?
Við kætumst öll þegar íslendingar fá verðlaun, en gleymum stundum hinum sigurvegurunum. Kári okkar deilir verðlaununum með Anders Tengholm og Jukka Westermarck. og í fyrra fengu ekki ómerkari menn en Ole P. Ottersen, Mahmood Amiry-Moghaddam og Mikael Björklund verðlaunin. Mahmood vann til að mynda að rannsóknum á Aquaporin, ásamt annarri íslenskri hetju Pétri Henry Petersen.
Nöldurkvótinn minn er búinn í bili, fæ nýjan skammt í næstu viku.
Kári fær norræn læknaverðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Hver úthlutar nöldurkvóta?
Hólmfríður Pétursdóttir, 22.10.2009 kl. 14:23
Maður hefði haldið að nóbelsverðlaunin væru "einhverskonar nóbelsverðlaun Norðurlandanna".
Bjarki (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 14:39
Kvart-og-kveinamálaráðaneytið er ágætis uppspretta, en þeir sem eru í mikilli nöldurneyslu hafa fleiri leiðir, ekki allar löglegar.
Arnar Pálsson, 22.10.2009 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.