Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Mús í kerfi

Fræðileg líffræði hefur gengið í gegnum mismunandi skeið, og tekist á við margskonar fyrirbæri. Stofnerfðafræðin var örugglega fyrsta grein líffræðinnar sem tók stærðfræði í sína þjónustu, en síðan þá hafa stærðfræðilíkön verið  notuð til að rannsaka allt frá vistkerfum til genastjórnunar í frumum.

Nýjasta form fræðilegrar líffræði er svokölluð kerfislíffræði (systems biology). Rætur hennar eru nokkrar, en stærsti snertiflöturinn er milli líffræði og verkfræðilegrar hugsunar og aðferða. Algengast er að kerfislíffræðingar rannsaki eiginleika efnaskiptaferla eða prótínmengis frumunnar, en önnur tilbrigði eru þekkt.

Í dag mun Rudi Balling, halda fyrirlestur um leiðin frá músarannsóknum yfir í kerfislíffræði. Hann vann sér gott orð fyrir rannsóknir á músum, sérstaklega Pax6 geninu, en leggur nú áherslu á það að magn líffræðilegra upplýsinga er orðið svo yfirdrifið að við þurfum nýjar nálganir til að skilja þær.

Erindið verður kl 16:00, í stofu 131 í Öskju. Ágrip má lesa á heimasíðu HÍ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband