28.10.2009 | 09:37
Von og væntingar
Rannsókn Sharon McKenna og félaga virðist vera ljómandi vel unnin og niðurstöðurnar skýrar. Kursimín (curcumin), efni sem finnst í túmeriki drepur frumur, og virðist gera það óháð þeim kerfum sem miðla stýrðum frumudauða (apoptosis).
Það sem vantar uppá er að vita hvaða áhrif efnið hefur á venjulegar frumur. Í ljós kemur að Jane Watson og félagar könnuðu þetta í grein sem kom út í fyrra. Þau sáu að kursimín hefur áhrif á ristilkrabbafrumur, en ekki venjulega fibróblasta.
Þessar niðurstöður eru vissulega spennandi, en því miður er erfitt að meta líkurnar á að þær nýtist sem meðferð. Sagan segir okkur að flest þeirra efna sem aftra vexti krabbameinsfruma hafa annað hvort aukaverkanir eða of væg áhrif í lyfjaprófunum til að þau komist í almenna notkun.
Það er vissulega rétt að niðurstöðurnar veki von, en við ættum að varast óraunhæfar væntingar.
Taglhnýtingar:
Sem fyrr er "fréttin" étin upp málsgrein fyrir málsgrein af vef BBC. Ég fann ekki eina einustu setningu í frétt mbl.is sem á sér ekki hliðstæðu í frétt BBC. Og það sem er kannski vandræðalegra er að þýðingin á beinum tilvitnunum er mjög döpur.
Dr McKenna said: "Scientists have known for a long time that natural compounds have the potential to treat faulty cells that have become cancerous and we suspected that curcumin might have therapeutic value."
Haft er eftirSharon McKenna, sem stýrði rannsóknunum, að vísindamenn hafi lengi vitað að náttúruleg efni gætu haft þau áhrif að lækna sýktar frumur og talið hafi verið að curcumin gæti haft lækningamátt.
Hér breytir þýðingin merkingu setningarinnar algerlega. Greinin sýndi að kursimín drap gallaðar frumur (treat faulty cells), en í þýðingunni er talað um að efnin geti "læknað sýktar frumur".
Í orðabók mbl.is er lítill munur á því að lækna og drepa.
Ítarefni:
BBC Curry spice 'kills cancer cells'
G O'Sullivan-Coyne o.fl. Curcumin induces apoptosis-independent death in oesophageal cancer cells British Journal of Cancer birt á vefnum 6 oktober 2009; doi: 10.1038/sj.bjc.6605308
Efni í karríi drepur krabbameinsfrumur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:27 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Smá munur á því að "drepa sýktar frumur" og "lækna sýktar frumur".
Maður þarf greinilega að hugsa sig tvisvar um ef mbl.is birti frétt um td. lækningu á svínaflensu..
Arnar, 28.10.2009 kl. 09:56
Það hafa þónokkrar rannsóknir verið gerðar á þessu og m.a. hafa verið gerðar rannsóknir á þessu á mönnum sem sýna að þetta stöðvar húðkrabbamein og sortuæxlisvöxt, þetta hefur engin neikvæð áhrif á aðrar frumur en ástæðan fyrir þvi að þetta er ekki almenn vitneskja er í rauninni sú að þar sem aðgengi að þessu er góður þetta er tíl í allflestum matvörubúðum og þvi hagnast í raun engin lyfjafyrirtæki á þvi að þetta verði almenn vitneskja.
Steinar Immanúel Sörensson, 28.10.2009 kl. 10:24
Mér þætti áhugavert að vita hvort að minna sé um krabbamein hjá þjóðum eða þjóðflokkum sem að nota mikið af túrmerik í matargerð sína.
Rebekka, 28.10.2009 kl. 10:29
"Lækning" mbl.is gegn svínaflensu verður send samfylkingunni og vinstri grænum.
Takk Steinar fyrir innleggið.
Það er rétt að töluverðar rannsóknir hafa farið fram á áhrifum kúrsumíns á krabbameinsfrumur (leit a www.pubmed.org með curcumin, cancer og side-effects gaf 157 heimildir). Efnið er í lyfjaprófunum gegn ristilkrabba, en niðurstöður sýna að áhrifin geta verið mismunandi eftir gerð krabbameina (það eykur viðgang lungnakrabbafruma í einni rannsókn).
Rebekka
Vissulega væri gaman að rannsaka hvort áhrifin séu raunveruleg, og hvort að þau hafi áhrif sem greinanleg væru með samanburði á mismunandi þjóðum. Vandamálið er auðvitað allar hinar breyturnar (fæða, umhverfi, erfðir...). Kannski er von til að faraldsfræði og næringarfræði 21 aldarinnar leysi þau vandamál.
Arnar Pálsson, 28.10.2009 kl. 12:20
Steinar
Lyfjafyrirtækin auglýsa sína vöru, rétt eins og gosdrykkjaframleiðendur auglýsa sína.
Ef kursimín (Curcumin) hefur nægilega sterk áhrif, þykir mér líklegt að lyfjafyrirtækin myndu byrja með kursimín og reyna að þróa tilbrigði við það efnasamband sem hefði sterkari áhrif, minni aukaverkanir o.s.frv. Slíkt er hægt að fá einkaleyfi á og framleiða.
En eftir stendur, að EF efnasambandið hefur jákvæð áhrif með því að drepa ákveðnar krabbafrumur, þá er það vitanlega einföld leið til að berjast við sjúkdóminn að fá sér indverskarétti (eða lýsi með kursimín bragði?).
Arnar Pálsson, 28.10.2009 kl. 12:26
Steinar, í sambandi við þessi orð þín er þetta athyglisvert;
WASHINGTON -- A group of scientists at the U.S. Food and Drug Administration on Wednesday sent a letter to President-elect Barack Obama's transition team pleading with him to restructure the agency, saying managers have ordered, intimidated and coerced scientists to manipulate data in violation of the law.
The nine scientists, whose names have been provided to the transition team and to some members of Congress, say the FDA is a "fundamentally broken" agency and describe it as place where honest employees committed to integrity can't act without fear of reprisal.
"There is an atmosphere at FDA in which the honest employee fears the dishonest employee," according to the letter, addressed to John Podesta, head of Mr. Obama's transition team.
SeeingRed, 28.10.2009 kl. 18:28
Nokkuð mögnuð umræða í ljósi þess að Dr. Max Gerson (þýskur læknir) uppgvötaði lækninguna fyrir krabbameini fyrir mörgum áratugum síðan...(kringum 1930/40) Það eru til bækur og gögn um rannsóknir hans og niðurstöður. Það eru "Gerson Therapy" center í Mexico og ein í byggingu í S-Evrópu. Nú þegar er búið að breyta hluta af virtum Japönskum spítala í Gerson therapíu stöð og þar er verið að lækna sjúklinga nú þegar.
Eitt get ég sagt; að ef ég fæ krabbamein þá veit ég hvert ég ætla að snúa mér.
www.gerson.org
Ragnar Unnarsson (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 01:07
SeeingRed
Vandamálin í FDA eru mörg og flókin. Þetta er eitt af vandamálum nútímans, við þurfum stofnanir til að takast á við fyrirtækin, en fyrirtækin hafa leiðir til að spilla einstaklingum og starfi stofnana.
Einfaldar siðfræðireglur ættu að duga, en eins og flestir vita eru gráu svæðin mörg og víðfem.
Ragnar
Án þess að kafa ítarlega í þetta, þá er ég frekar efins um aðilla sem birta fleiri glansbæklinga en vísindagreinar (þetta inniheldur eðli málsins samkvæmt einnig lyfjarisa!).
Arnar Pálsson, 30.10.2009 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.