28.10.2009 | 18:12
Hinn viti borni maður
Homo sapiens, hinn viti borni maður. Er þetta oflof eða kaldhæðni? Hér höfum við lagt áherslu á þá staðreynd að maðurinn er hluti af dýraríkinu og lífheiminum. Tegundin okkar er vissulega merkilegt dýr, en alls ekki annars eðlis en hinar lífverurnar. Við finnum gen skyld okkar genum í froskum, risafurum og gersveppum. Og þau mynda ótrúlega svipaðar prótínsameindir sem geta innt sambærileg störf af hendi.
Það er jú satt að engin önnur lífvera getur nýtt sér verkfæri eins og við eða tekist á um stórar hugmyndir eins og við. En samt sjáum við sömu grunneiningar og samfélagshæfni okkar byggist á í öpum, úlfum og fuglum. Dýr sýna rökhugsun og leysa einföld stærðfræðidæmi.
Næst komandi laugardag ætlum við að fá einn viti borinn mann til að segja okkur hvaða hugmyndir Darwin hafði um sérstöðu mannsins og greind okkar. Svarið verður örugglega flóknara en 42.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Darwin og þróun | Breytt 30.10.2009 kl. 11:47 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.